Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, February 06, 2006

Superbowl

Jæja kannski kominn tími til að blogga pínu:)
Í gær var Superbowl hin ógurlega og það var náttúrulega partý í tilefni þess. Verð nú samt að viðurkenna að ég fór ekki í partýið leiksins vegna enda hef ég enn ekki hugmynd um hverjar helstu reglur eru (ég held að reglurnar gætu vel fyllt 1000bls bók eða meira, endalausar undantekningar á undantekningunum o.s.frv.). Seahawks frá Seattle kepptu á móti Steelers frá Pittsburgh og þar sem maður verður alltaf að halda með einhverjum og ég bíst svona fastlega við að Seattle sé áhugaverðari borg en Pittsburgh ákvað ég að halda með Seahawks. Ég veit ekki hvort það er af því að ég hef það fyrir vana að halda alltaf með þeim sem standa verr að vígi að þeir töpuðu eða hvað en ég get nú a.m.k. sagt að ég grét ekkert sérstaklega mikið (ólíkt öðrum);).

Búast má við miklu bloggleysi næstu vikuna þar sem á morgun er ég að fara í rosaferðalag til Washington D.C á e-a Fulbrigh ráðstefnu. Það verður eflaust gaman en mjög kalt.

PS. var að horfa á Kastljósið síðan á sunnudaginn og hvern haldiði að ég hafi séð annan en mig! Reyndar mikið blurruð út:) enda átti ég ekkert að þekkjast (og geri ekki nema ég bara veit að ég sat akkurat þarna:)).

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hey ég klippti Kastljósið á sunnudaginn og setti það inn á netið en tók samt ekki eftir þér!! dem - tékka á þessu í kvöld! -Rakel Björk

3:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Talandi um Kastljós, það sem ég var að lofa í síðustu viku kom víst í þættinum í gær:)

Góða skemmtun!
kv.
Ösp

5:19 AM  
Blogger Ásdís said...

Ösp ég var einmitt að leita að því, sá sko e-a auglýsingu en það fylgdi ekkert hvaða dag það var, skoða það:)

7:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ
Hvar er bloggið hans Brynjars?
Kveðja,
Fríða

7:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Er búin að kaupa miða út 20. mars :)býst við að kaua mér bandarískt frelsi á meðan ég er úti svo endilega sendu mér símanúmerið þitt :) -rakel

5:31 AM  

Post a Comment

<< Home