Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, January 16, 2006

Okuskirteini/island

Af því tilefni að Björn bróðir minn var að vinna í LA í síðurstu viku ákvað ég að skella mér þangað. Hálf skammarlegt að hafa verið hérna svona lengi og ekki kíkt þangað. Þar sem meiri hlutinn af því sem við gerðum er algjört leyndarmál get ég ekki sagt öll smáatriði fyrr en eftir nokkra mánuði. Ég get þó a.m.k. sagt að það var mjög gaman og ég hitti helling af frægu fólki.

Ferðalagið byrjaði á því að ég hjólaði út á lestarstöð en þar beið mín rúta en ekki lest! Rútan átti svo að ferja okkur að aðallestarstöðinni í Santa Barbara. En hún var náttúrulega örfáum sætum of lítil (þeir hefðu nú getað sagt sér að það sjálfir að það yrðu margir í lestinni þar sem þetta er löng helgi í USA) svo fara þurfti tvær ferðir. Lestin varð því klukkutíma of sein og ég kom til LA í myrkri sem var frekar óheppilegt þar sem ég rataði náttúrulega ekki neitt.

Til að taka lest í USA þarf að sýna skilríki. Ég nennti ekki að ná í passann minn svo ég ákvað að tékka hvort þeir tækju íslenska ökuskírteinið mitt. Mér til mikillar undrunar kvartaði konan ekkert yfir því og það var ekki fyrr en ég þurfti að sýna miðann að ég tók eftir því að ég heiti víst OKUSKIRTEINI/ISLAND! Kannski eins gott að það kom ekkert fyrir þessa lest;)

Í lestinni sat ég svo hliðina á stelpu sem er í bekknum sem ég er að kenna, sem betur fer gat ég aðeins hjálpað henni með heimadæmin fyrir næstu viku (sem ég var annars ekki búin að kíkja á).

Ég verð nú að segja að stóð mig nú bara nokkuð vel í stórborginni, kortlaus. Mér tókst að finna aðalsvæðið í Hollywood, Kínahverfið og miðbæinn á met tíma. Auðvitað tókst mér svo líka að finna skemmtilegar búðir og eyða allt of miklu;)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hljómar mjög spennandi - það hlýtur orðið fátt að koma þér á óvart í lífinu m.v. allt það sem þú ert að lenda í :-)

Leiðinlegt að við hittumst ekki meira um jólin....gerum betur næst þá getum við Stjáni boðið þér í heimsókn á nýjum og spennandi stað....later.

10:15 AM  
Blogger Ásdís said...

hehe í USA lærir maður a.m.k að láta óvæntar uppákomur ekki fara í taugarnar á sér;)
já jólafríið bara flaug!
ú, hvert eruð þið að flytja?

10:40 AM  
Blogger rakelbjork said...

hehe... ef við hefðum verið að ferðast saman þá hefði ég ábyggilega heitið passport/island það hefði verið svo týpískt

2:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sko, þú færð ekkert hrós fyrir að rata, þú ratar ALLTAF!!! þú ert einn af þessum klikkæðingum sem labba inn í borg og bara allt einu kunnið hana utanbókar !! ;)
Gaman að þú skyldir skemmta þér :)
-Freyja rati

3:30 AM  
Blogger Geir said...

Héðan í frá mun ég aldrei kalla þig neitt annað en ökuskírteini!

6:40 PM  

Post a Comment

<< Home