Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, January 24, 2006

Hallósmalló

Í gær fór ég að sjá myndina (upprunalega voru þetta þrír heimildarþættir á BBC held ég) The Power of Nightmares- The Rise of Politics of Fear. Mæli með að fólk sjái hana ef það getur, vara samt við að hún er alveg rúmlega þrír tímar (hún er samt ekkert langdregin).

Yfir í annað sem mér hefur lengi fundist alveg fáránlega hallærislegt: Fólk sem hjólar beint í baki og með krosslagðar hendur! Sérstaklega þar sem hjólastígarnir hérna eru allir fullir af bungum, sprungum, holum (gat ekki rímað endalaust;)) auk þess sem traffíkin er gríðarleg (já ég hef lent í umferðarteppu á hjóli). Ég get ekki ímyndað mér að viðbragðsflýtin sé neitt sérlega góð í þeirri stellingu. Mér finnst þetta svona eins og tilraun til að vera ofur cool sem fellur svo algjörlega um sjálfa sig. En nóg af tilgangslausu þrasi:), heimadæmin bíða!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það er ábyggilega ekkert grín að vera hjólandi þegar Ásdís kemur á 170 km hraða hehehe
Þú ert svo brjálað dugleg að hjóla, ég dáist að þér :D

11:58 AM  
Blogger Ásdís said...

hehe hér koma hjól í stað bíla en vá í dag var sko hreyfingardagurinn mikli! Hitti einkaþjálfara klukkan 10, 11 fór ég í blaktíma og 12:30 í sundtímann. Ég var svo svöng eftir sundið að ég hélt ég myndi deyja.

2:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

váááá duglega stelpa!!
Ég fer í átak sem allra allra fyrst=)

2:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Ásdís ég bíð spennt eftir að þú svarir áskoruninni hennar Völlu, þú ert nefnilega svo skrítin stelpa;)

kv.
Ösp

p.s þið þurfið hvorugar í átak

9:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ og halló...

var að vafra um netið og lenti óvart á síðunni hjá henni írisi (þar sem litla stelpan hennar heitir Natalía eins og önnur lítil skutla sem ég ætlaði að kíkja á!) og þaðan rambaði ég á þína síðu... Gaman að ranghölum internetsins, jújú ;)

vil bara skila kveðju :) Hafðu það gott í ameríkunni!

Kv. Laufey Broddad

10:23 AM  
Blogger Ásdís said...

hæ langt síðan ég hef hért eða séð þig, Laufey, bið bara að heilsa þér líka:)
og Ösp það er alveg að fara að koma að því;)

5:21 PM  

Post a Comment

<< Home