Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, July 03, 2008

Skógareldar, flutningar, softball, magadans o. fl.

Jæja það eru víst enn á ný skógareldar hér. Í þetta sinn frétti ég það ekki af mbl.is eða mömmu heldur bara af því að ég leit út um gluggann! Já í um 5km frá húsinu mínu stendur heilt fjall í logum! Þegar ég kom heim í dag var rafmagnslaust (140þúsund manns urðu rafmagnslaus) og rafmagnið kom ekki á fyrr en 5 klst seinna (og bara af því að ég er í húsnæði á vegum skólans, allt hverfið í kring er enn án rafmagns). Þrátt fyrir að eldurinn sé ansi nálægt er ég langt frá þeim stað sem þeir hafa rýmt og líka þeim húsum sem þeir hóta að rýma hvað á hverju, svo ekki mikil hætta á ferð, bara rosa mikil aska út um allt. Við sjáum til hversu lengi það endist:)


Mynd tekin úr bílageimslunni minni.

Annars er lítið að frétta. Flutti nýlega í glænýtt hús, æði að hafa allt nýtt. Meðleigjendurnir eru líka cool. Nú svo er ég plötuð til softball lið, get nú ekki sagt að ég sé góð í því en það er gaman. Ég er fór líka í magadans áðan, geta mín þar er álíka glæsileg og í softball;) hehe

Thursday, June 05, 2008

Skógarbjörn

Þar sem Ösp óskaði eftir bloggi (fyrir óralöngu reyndar) kemur eitt stutt hérna.

Þegar ég vaknaði á laugardagsmorguninn voru tilkynningar á öllum húsunum í kring sem vöruðu við skógarbirni! Ég var nú nokkuð viss um að þetta væri djók en svo reyndist víst ekki vera (fjöldi fólks hefur víst séð til hans). Ekki hefur tekist enn að fanga björninn svo síðustu vikuna hefur eitt stykki skógarbjörn hlaupið um campus (og aðeins um 500m frá því sem ég á heima). Það er nokkuð um "villt svæði" á campus svo ég skil kannski hvernig hann getur falið sig þar en það er mér algjörlega óskiljanlegt hvernig honum tókst að villast í gegnum allan bæinn og enda hér! Vona að þeir nái að bjarga honum fljótt:)

Tuesday, May 13, 2008

Sigling, stíð og sporðdreki

Það er alveg ótrúlegt hvað það virðist vera erfitt að skrifa á þetta blogg! Ég er alltaf að gera e-ð spennandi en frásagna gleðina (a.m.k. blogg version af henni) vantar:( Sumt kemst þó í gegnum stífluna;)

Um helgina fór ég sigla með vinum mínum. Einn vissi örlítið hvernig á að sigla en við hin tvö ekkert. Það tók smá tíma að koma seglunum upp sökum kunnáttuleysis en það stoppaði okkur ekki! Þegar út í var komið tókst svona líka vel að sigla - með vindi - en það sama er því miður ekki hægt að segja með á móti vindi;) Við værum líklegast enn úti á sjó (eða kannski hefði strandgæslan pikkað okkur upp;)) ef einn gaur sem sigldi fram hjá okkur hefði ekki áttað sig á því að við vorum ekki alveg í okkar besta standi og boðið okkur hjálp sína. Við komumst að lokum í land eftir að hann hrópaði á ca. 5mín fresti "allir í þennan enda bátsins og tosa í þetta reipi". Frekar fyndið eftir á, sérstaklega þar sem við þekktum annan strákanna ekkert og hann var bara í Santa Barbara til að sjá hvort hann ætti að koma hingað í postdoc. Eftirminnileg lífsreynsla fyrir hann, vona að hann haldi ekki að allir í SB séu svona klikkaðir;)

Sandra vinkona mín frá Líbanon fór heim til sín í síðustu viku í brúðkaup systur sinnar. Eins og flestir vita byrjaði víst borgarastyrjöld þar einmitt líka í síðustu viku! Brúðkaup systur hennar var því aflýst og Sandra var föst í Líbanon þar sem flugvellinum var lokað. Hún náði svo á endanum að flýja til Sýrlands (flestir vegir voru lokaðir (og engin leið að vita hverjum var lokað) og vopnaði menn vöktuðu þá, svo hún var mjög heppin að vegurinn sem þau völdu var opinn akkurat þegar þau fóru í gegn) og eftir tveggja daga ferðalag komst hún hingað! Sandra reyndi mikið að fá mig til að koma í brúðkaup systur sinnar, svona eftir á er ég fegin að ég lét ekki til leiðast. Sögur af stríði og þvílíku eru alltaf svo fjarri manni svo mér finnst það ótrúlega skrýtið þegar vinkona mín lendir allt í einu í svona!

Já og meðan ég man, um daginn fann í sporðdreka á gólfinu fyrir neðan rúmið mitt! Frekar skerí!

Saturday, April 05, 2008

Hangikjöt og skafís

Ekki alveg en nóg var af hangikjöti:) Já mamma kom í heimsókn um daginn og tók með sér hangikjöt svo ég ákvað að hafa alþjóðlegt matarkvöld. Mmmm ég er enn södd....
Við komumst að því að Íslendingar virðast vera meðal þeirra fáu þjóða sem skræla kartöflur eftir að þær eru soðnar en ekki áður
Þetta er víst heimagert íslenskt jólasalat skv. google og John
Og þetta er heimagert laufabrauð sem Chris gerði, það var reyndar ekki stökkt:)
Einnig var hellingur af öðrum MJÖG góðum mat hvaðan æva úr heiminum, nammi namm:)

Sunday, March 30, 2008

Mexíkó

Jæja það hlaut að koma að því, bloggandinn færist yfir:) E-rra hluta vegna er erfitt að finna hann hérna þegar Santa Barbara er bara orðin eins og heima og allt ósköp venjulegt e-ð:) Við fengum ekkert páskafrí frekar en venjulega en svo kom spring break. Þótt það sé nú ekkert sjálfgefið af maður fái frí í spring break þegar maður er bara í rannsóknum ákváðum við (Chris, Steve og Scott) að skella okkur til Mexíkóborgar að heimsækja Lauru:)

Ég hef eiginlega bara heyrt rosalega slæma hluti um borgina (rosaglæpir, ofurmengun, fólksmergð...) en varð algjörlega heilluð. Borgin er sambland af gömlum fallegum húsum og skemmtilegum nýjum húsum. Um alla borg eru skúlptúrar, útimarkaðir og fleira skemmtilegt. Það sem kom mér líka á óvart er hvað Mexíkóar hafa miklu líkari smekk og Íslendingar en Bandaríkjamenn. Þennan takkí stíll Bandaríkjamanna var hvergi að finna:)

Auðvitað eru líka fullt af fátækrahverfum og það skrýtna er að þau eru öll uppi í fjöllunum (a.m.k. hérna í Santa Barbara þykir voða fínt að búa uppi í fjöllunum). E-rra hluta vegna finnst mér þau líka heillandi! Fólkið er líka svo hugmyndaríkt að finna sér leið til að vinna inn peninga, þarna vann fólk við að gera hluti sem mér hafði aldrei dottið í hug að e-r gæti unnið við:) Fólk gekk á milli bíla á rauðu ljósi og seldi hina ýmsu hluti (ég sá líka gaur joggle með eld á rauðuljósi), tók þóknun fyrir að hjálpa fólki að bakka út úr stæði (sem þarf þar, af því að umferðin er ansi skrautleg) o.s.frv.

Umferðin er svo annar kapituli, þrátt fyrir að virðast mjög kaótísk virtust ekkert verða fleiri slys þar en annars staðar. Skil milli akgreina eru bara skraut (og allir taka fram úr á heilli línu, jafnvel þótt þeir sjái bíl á móti), ljós líka (maður flautar bara þegar maður fer yfir hvort sem það er á rauðu eða grænu) og helst verður maður að flauta á 30s fresti:) Ég held líka að um 30% bílaflota Mexíkóborgar séu bjöllur!:)

Ég hef nú ferðast tiltölulega víða og yfirleitt kaupi ég ekki mikið af mynjagripum en núna varð ég alveg heilluð og keypti hina ótrúlegustu hluti (endalaust mikið af skartgripum, leirflautur, útskorin hrafntinna, ótrulega flott skartgripaskrín o. s. frv.). Þetta var allt líka svo ódýrt!:)

Við fórum líka til borgarinnar Oaxaca. Það er líka ótrúlega falleg borg. Við gistum á hótel Súkkulaði sem var ótrúlega ódýrt og fínt hótel, að því undanskildu að þegar við vöknuðum daginn eftir mætti helst halda að það rynni líka súkkulaði í vatnspípunum! Frekar ógeðslegt, sérstaklega þar sem strákarnir föttuðu það ekki fyrr en þeir höfðu farið í sturtu;) hehe

Eitt það ótrúlegasta við þessa borg er hvað fólkið er lágvaxið. Vinkona mín er 153cm og mamma hennar sem er úr sama héraði og borgin er 147cm og þær teljast bara í meðalhæð! Flestar konur úti á götu náðu mér upp að rifbeinum og flestir karla náu mér upp að öxlum. Við stóðum því verulega út úr þegar við gengum um götur borgarinnar.

Við gerðum líka ýmislegt annað, fórum að sjá Teotihuacan píramídana, Frida Khalo safn, borðuðum engisprettur og orma, og leituðum að þónokkrum Geocachum (sjá geocach.com) svo fátt eitt sé nefnt. Maturinn (fyrir utan engispretturnar kannski;)) var himneskur, ekkert líkur mexíkóskum mat hér!

Ég var sko alls ekki tilbúin að fara heim en svona er lífið:) Ég fer sko pottþétt þangað aftur í bráð!:D Myndir fást á facebook, ég er bara alltof löt að setja þær inn á báða staði (tölvan mín er líka e-ð hæg núna, kannski ef ég hef rosamikinn frítíma bráðum, hehe)

Monday, February 04, 2008

Froskalappir, sniglar, superbowl og ofurkona!

Þrátt fyrir að mér finnist ég hafi gert sem minnst síðustu daga þá hefur mér tekist að láta það allt vera mjög vel lukkað, svo það er frá mörgu að segja:)

Fór í júdó á laugardaginn og í superbowl party í gær og út að borða með Jonnu og Braga. Jonna og Bragi eru æðisleg, eins og að eiga afa og ömmu hérna í Santa Barbara. Þau tóku mig á voðafínan franskan veitingastað og ég fékk mér í fyrsta sinn snigla og froskalappir! Sósan var voðagóð og kjötið var líka gott en það var svolítið augljóst hvað ég var að borða svo það skemmdi pínu fyrir. En ég fékk líka lamb og ostaköku sem voru æði! Held ég þurfi ekki að borða út vikuna. Á flestum Bandarískum veitingastöðum er sjónvarp (og yfirleitt nokkur) og sérstaklega þegar það er superbowl. Þessi veitingastaður var hins vegar svo fínn að sjónvarpið vantaði! Bragi vildi endilega vita stöðuna í leiknum og bað einn þjóninn að tékka. Þjónninn tilkynnti okkur þá að allir kirkjuvinir hans væru að horfa á leikinn svo hann gæti kannski séð hver staðan væri. Nokkru seinna labbaði hann framhjá borðinu og laumaði mjög lúmskulega miða á borðið, en gekk áfram eins og hann hefði bara verið að labba fram hjá borðinu. Á miðanum stóð staðan í leiknum. Staðurinn var s.s. svo fínn að það varð að fara fínt í að bera fréttir af leiknum;) hehe við sprungum gjörsamlega úr hlátri þegar við áttuðum okkur á því hvað hafði gerst (kannski er þetta meira "had to be there" saga en:)).

Ég var að koma af fyrirlestri með ofurkonunni Lynne Cox. Hún hefur sent fjölmörg met í sjósundi, m.a. synti hún meira en mílu við strendur suðuskautslandsins bara í sundbol (sjórinn var við frostmark)! Hún synti milli Bandaríkjanna og Rússlands til að reyna að koma á sáttum í kaldastíðinu, líka milli Argentínu og Chile til að róa öldurnar þar. Hún hefur tvisvar slegið bæði karla og kvenna hraðamet í Ermasundi (innan við 10klst), og svo mætti lengi telja. Það fyndasta er að ef ég sæi hana úti í búð myndi ég bara halda að hún væri eins og hver önnur fimmtug kona. Hún var víst líka í UCSB hér á árum áður. En a.m.k. fyrirlesturinn hennar var magnaður, ekki bara af því að það sem hún var að segja frá eru náttúrulega ótrúlega afrek heldur líka af því að hún hefur rosalega frásagnarhæfileika og virðist vera mjög down to earth og indæl manneskja. Gaman þegar maður rekst á svona fólk sem er með háleit markmið og notar þau til að leiða gott af sér.

Sunday, January 27, 2008

Hitt og þetta

Jæja gert ýmislegt síðan síðast (er bara studnum stundum ekki í bloggstuði).

Fór á júdó æfingu! Já bjóst nú aldrei við að ég myndi gera það! En ég verð að mæla með júdó. Það er alveg ótrúlega gaman og erfitt! Þriggjatíma júdóæfing, rosa harðsperrur LENGI á eftir:)

Síðustu viku hefur rignt verulega mikið og það snjóaði m.a.s. uppi í fjöllunum. Þar sem það rignir ekki oft hér þolir campusinn ekki rigningu og allt fer á flot. Frekar ógeðslegt, sérstaklega þar sem ég þarf að hjóla eða labba í skólann á hvejum degi. Mér tókst líka að detta á hjólinu mínu, af því að göturnar eru úr efni sem verður mjög sleipt í rigningu! Smá kollhnís:)

Á fimmtudaginn var mér svo boðið að fara í heimsókn í RAND Corporation and Westside Foodbank útaf Fulbright. Ég ákvað að skella mér bara þrátt fyrir að það væri frekar mikið að gera. Ég leigði bíl með þremur Kínverjum sem ég hafði aldrei hitt áður og við keyrðum saman í fáránlega stórum jeppa til LA. Ég lærði helling um Kína á leiðinni, fullt sem ég hafði aldrei heyrt áður. Í heimsókninni heyrði ég svo allt um misnotkun á öldruðum, hvaða form hún getur tekið og hvað Kalifornía gerir til að sporna við henni. Við heyrðum líka um umferðina í LA og hvað þeir halda að hægt sé að gera til að minnka álagið.

RAND er bæði skóli og stofnun svo við hittum nokkra nemendur sem sögðu að til að vinna fyrir náminu þyrftu þeir að keppa um verkefni 24/7. Venjulegir starfsmenn þyrftu líka að vinna fyrir kaupinu sínu með því að keppast um verkefni innan stofnunarinnar. Ég veit ekki alveg hvort ég myndi vilja vera í svoleiðis vinnuumhverfi, hlýtur að vera mjög stressandi til lengdar.

Í matarbankanum vorum við látin pakka mat í kassa og sortera. E-r verslunarkeðja hafði keypt upp aðra og vildi ekki vörurnar í búðunum. Þeir skófluðu því bara úr hillunum ofan í "fiski"ker svo þar var samankrull af mat, dóti og snyrtivörum! Það var mjög skemmtilegt að gera e-ð svona allt öðruvísi í einn dag:)

Ég fór líka til tannlæknis í vikunni og hún sagði mér frá hinni undranýjung xylitol! Ég varð nú að játa að ég kannaðist aðeins við það;) E-rra hluta vegna er talað um það eins og e-ð alveg nýtt á nálinni hér. Hún sagði mér líka að það hefði verið fundið upp á Íslandi! Ég þorði náttúrulega ekki annað en að segja bara já og amen við því en efast samt stórlega um sannleiksgildi þess. Ég hef ekki hugmynd um hvar xylitol var uppgötvað en er næstum alveg viss um að ég vissi ef það væri íslensk uppfinning;) Við látum sko vita af svoleiðis;)