Einangruð?
Hversu úr sambandi við umheiminn getur maður verið!? Ég fylgist greinilega ekki nógu vel með fréttunum hér þegar ég les á mbl.is að já það eru víst miklir skógareldar mjög nálægt mér! Santa Barbara er nú ekki í neinni hættu en mér er nú sama, kannski betra að vita aðeins hvað er að gerast í nánasta umhverfi;) Þarf greinilega að bæta inn á dagplanið mitt: fréttatímar milli 5 og 6:) Er annars e-ð annað og merkilegra búið að gerast í heiminum sem ég hef misst af?
Annars af fréttum hér (sem er greinilega svona 20m radíus í kringum mig þá stundina;)) þá var brjálæðslega gott veður í dag, 27°C sól og nánast logn. Af því tilefni ákvað ég að læra á ströndinni. Það var æði, gott veður, þvílíkt útsýni og svo kom e-r strákur og spilaði á gítar. Getur maður beðið um meira?
5 Comments:
hehe, ég er alveg eins, ég fylgist eiginlega ekkert með fréttum hérna úti. Það litla sem ég veit að er að gerast hér í USA hef ég frá vef-fréttum rúv og stöðvar 2! :)
ó mæ gat, væri ég til í að sleikja sólina meðan ég væri að læra eða hvað!!!
Þú átt eftir að fá áfall þegar þú kemur heim um jólin!!!
ég er sjá fyrir mér að þú komir til baka svona beach babe með aflitað hár osfrv;) þarft samt ekkert að kvíða veðrinu það er bara virkilega indælt um þessar mundir, ég er t.d ekki enn farin að taka fram úlpuna og er bara í jakka (oh hvað þetta er áhugavert komment)
kv.
Ösp
hehe ég myndi a.m.k. ekki treysta á neina brúnku. Ég er alveg komin með lit miðað við mig en fékk samt komment í dag: "já hún er ótrúlega hvít, samt ekki næstum eins hvít og þú!"
Annars er ég alveg orðin vön kulda líka hérna, það getur alveg verið rúmlega 20°c hitastigsmunur á degi og nóttu og í fyrradag er ég alveg viss um að það var nálægt frostmarki þegar ég hjólaði heim klukkan 2 um nótt!
Ásdís ég veit þú ert komin heim. Bloggaðu um það :)
Post a Comment
<< Home