Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, January 10, 2006

Komin til Santa Barbara

Jæja, ég ætlaði að setja inn e-a voða flotta mynd núna en það tókst því miður ekki, eins og það gekk nú vel síðast. Hef á tilfinningunni að þetta verði langt blogg.

Eftir ansilangt og fremur skrautlegt ferðalag komst ég loksins til Santa Barbara. Frekar fyndið að við vorum 7 Íslendingar sem fórum með alveg sömu flugvélum alla leið til Santa Barbara.

Á Keflavíkur flugvelli byrjaði gamanið á því að brunakerfið fór í gang en auðvitað hreyfði sig enginn. Nú svo fór e-ð aðeins að leka úr loftinu og þá fór maður svona að pæla hvort það gæti nú verið kviknað í og þetta væri slökkvivatnið (æ maður má stundum nota vitlaus orð:)). Síðan breyttust droparnir í bunu og bunan í foss!. Áður en leið á löngu var svo komið flóð á gólfið og það þurfti að loka helmingnum af innritunarkössunum (eins og þeir séu ekki nógu fáir fyrir).

Ferðalagið gekk nú ágætlega þangað til við komum til JFK. Vélin okkar var of sein svo við höfðum innan við klukkutíma til að ná næstu og auðvitað týndist ein taska svona til að gera þetta enn meira spennandi. Ekki spillti heldur fyrir að allir vísuðu okkur fram og til baka. Með frábærri samvinnu okkar Brynjars tókst okkur nú samt á e-rn óskiljanlegan hátt að ná að tilkynna töskumissinn og ná flugvélinni.

Allt gekk nú svo ágætlega eftir það (fyrir utan gífurlega þreytu, enda 20 tíma ferðalag sem endaði 10 um morguninn daginn eftir). Einn Íslendingurinn "missti" nú reyndar af síðustu vélinni (Vegas freistar;)) svo við sátum uppi með 5 fáránlega stórar töskur á Santa Barbara flugvelli enga leigubíla. En það reddaðist á endanum eins og annað;)

Á laugardaginn hittust svo allir vélarkrakkarnir yfir mat og eftir það var "djammað"(það er alltaf allt á rólegri nótunum en heima verð ég að segja). Og á sunnudaginn fékk ég svo loksins að flytja heim til mín (sem var örugglega mikill léttir fyrir Söndru greyið sem þurfti að hýsa mig þangað til).

Björn bróðir minn er svo í LA núna svo það gæti verið að ég færi að heimsækja hann þar, kemur allt í ljós seinna.

Nú svo á er hún Vala litla systir mín 11 ára í dag, úff hvað hún er orðin gömul;)

Ég fór í fyrsta blak tímann minn áðan og ég verð nú að segja að Bandaríkjamenn eru nú svolítið fyndir. Það er ein regla í timununm og hún er sú að maður verður að vera í stuttermabolum sem þeir lána okkur og eru merktir skólanum og íþróttadeildinni. Nú svo fáum við líka stuttbuxur og handklæði ef við viljum. Þegar þetta er svo allt orðið skítugt skilar maður því bara og fær hreint í staðinn (og við borgum bara $5 fyrir þessa þjónustu allt árið!). Mér líður eins og í fimm stjörnu líkamsræktarstöð nema að allt annað er ekki næstum eins fansí:)

Daginn eftir að við komum hingað var maður drepinn fyrir utan baðherb.gluggann hans Brynjars. Frekar skerí, ég sem hélt að það væri allt svo öruggt hér. Greinilega ekki alveg.

Þá held ég að tilkynningaskildu minni sé lokið;)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er greinilega allt að gerast :) Fyrir utan gluggann hans Brynjars - Ásdís þú mátt ekki vera ein á ferð í IV! Bið að heilsa krökkunum :)

2:10 PM  
Blogger Ásdís said...

Skila því og þér er sárt saknað!

4:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

hvernig eru stuttbuxurnar eru þetta svona hotpants? þegar ég bjó úti í ameríku þótti ég nefnilega hrikalega hallærisleg í stuttbuxum sem náðu niður á mið læri

-Ösp

6:26 AM  
Blogger Ásdís said...

Nei þessar ná alveg niður á mið læri eða lengra en kannski stelpurnar stytti þær eins og þær japönsku gera við skólapilsin sín. Við vorum alltaf að hneykslast á hvað pilsin væru óheyrilega stutt og hálf perralegt að neyða stelpurnar til að ganga í þessu í skólann en svo kom bara í ljós að þetta var þeirra val!

9:08 AM  
Blogger Valla said...

Ég var að horfa á þátt sem hét 50 do's and dont's in fashion(leiddist mjög) og hotpants voru alveg komnar af listanum, þvílíkt don't í ár. Sérstaklega ef það sést í rassinn.

10:48 AM  

Post a Comment

<< Home