Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Wednesday, March 08, 2006

Ætti maður kannski að blogga?

Jæja nú hef ég ekki skrifað almennilega bloggfærslu í háa herrans tíð. Og um hvað ætti ég nú að skrifa? Það var nú ágætisveður í dag og í gær en á mánudaginn rigndi og það á víst að rigna meira í vikunni.

Það er mjög fyndið þegar það rignir hér í Santa Barbara því það er eins og allt lamist. Vissulega getur rignt mikið hérna og þeir gleymdu sko alveg að gera ráð fyrir því þegar göngu- og hjólastígar voru gerðir (svo maður getur bara gleymt því að vera þurr í lappirnar þann daginn) en mér er nú alveg sama. Rigningin hér er ekki svo slæm að fólk geti réttlætt það fyrir mér að þegar að rétt dregur fyrir sólu ákveði fólk að vera bara heima, sleppa því að mæta í tíma eða fara yfirleitt út úr húsi (ég hef heyrt "nei hann fór heim af því að hann hélt að það myndi rigna"). Nú svo eru vaðstígvél (sko alvöru sveitastígvél), dúnúlpa (enda getur hitinn alveg farið niður í 15°C) og hot-pants dress codið í rigningunni. Ég hef ákveð að vera bara að vera lúði í rigningu (ekki eins og sé e-ð cool þegar það rignir ekki:)).

Af öðru er það helst að ég keypti mér nýjan síma. Já komin með upp í kok af dyntugheitunum í hinum og ætla að senda hann heim í viðgerð. Nú þessi nýji sími er með myndavél (þótt ég hafi valið þann ódýrasta sem fékkst) og stensil til að gera sjálfur nýtt cover. Sé mig í anda vera að föndra nýtt cover á símann minn!

Nú svo kláraði ég að prjónalopapeysu á sjálfa mig og er ótrúlega stolt. Fáránlega langt síðan ég hef prjónað (átta ár eða svo, djöfull er maður orðinn gamall!) en nú er ég alveg orðin húkt á því! Verst er að ég þarf núna að finna saumavél til að sauma rennilásinn í og enginn Íslendinganna virðist eiga saumavél (það er ekki hægt að gera þetta í höndunum því það þarf að klippa upp í saumana, æ prjónafólk skilur;)). Vona að ég þurfi ekki að kaupa mér eina slíka!

Mynd fyrir þá sem trúa mér ekki;) Og eins og ég sagði er hún ekki alveg tilbúin og alveg ópressuð:)

PS. Ég sá auglýsingu fyrir bókina"Biblía fallega fólksins" ef bókin er jafn vel skrifuð og auglýsingin verður greinilega enginn svikinn! Sex ára krakki gæti komið með e-ð betra (sérstaklega í seinni klausunni).

5 Comments:

Blogger Valla said...

Djöfull ertu klár stelpa! Ég sá einu sinni rennilásasaumavél á 10 dollara í CVS en stórefa að hún virki ;)

7:50 AM  
Blogger Ásdís said...

hehe ég vissi ekki að það væru til sérstaka saumavélara bara fyrir rennilása:) Verst að það skuli ekki vera CVS hér;)

6:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

ji ég var ekki búin að sjá auglýsinguna en lesturinn var hin besta skemmtun:)

virkilega glæsileg peysa, og nú ertu líka oficially orðin hluti af Hollywood trendinu;)

-Ösp

5:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá! ekkert smá flott peysa, sammála Hiddu - þú kemur sífellt á óvart. Þarf að fara skrifa þér, allt of löt :/

7:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

vá! þvílík listakona!

3:54 PM  

Post a Comment

<< Home