Hangikjöt og skafís
Ekki alveg en nóg var af hangikjöti:) Já mamma kom í heimsókn um daginn og tók með sér hangikjöt svo ég ákvað að hafa alþjóðlegt matarkvöld. Mmmm ég er enn södd....
Við komumst að því að Íslendingar virðast vera meðal þeirra fáu þjóða sem skræla kartöflur eftir að þær eru soðnar en ekki áður
Þetta er víst heimagert íslenskt jólasalat skv. google og John
Og þetta er heimagert laufabrauð sem Chris gerði, það var reyndar ekki stökkt:)
Einnig var hellingur af öðrum MJÖG góðum mat hvaðan æva úr heiminum, nammi namm:)
6 Comments:
Nammi namm, þetta lítur ótrúlega vel út! Ég get alla vega staðfest að það er alltaf svona kál á jólunum heima hjá mér en ég hélt það væru bara dönsk áhrif því mamma var alin upp þar í nokkur ár :)
hehe já ég hélt nú bara að þetta væri kallað rauðkál og yfirleitt keypt í krukkum frá Danmörku. Og ekkert BARA borðað á jólum;)
google klikkar aldrei
kv.
Ösp
Vá að þeir skuli hafa lagt á sig þessa salatgerð að ég tali nú ekki um laufabrauðssteikingu!!! Algjör snilld :D
Hæ skvís, það koma fleiri fréttir um þig í blöðunum hérna heim heldur en á blogginu hjá þér ;) Til hamingju með verðlaunin! - Rakel Björk
hehe takk:), já ég veit ég ætti að blogga meira, nóg gerst a.m.k, en ég hef ekki tekið nóg af myndum svo bloggið yrði ekki eins skemmtilegt
Post a Comment
<< Home