Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, January 27, 2008

Hitt og þetta

Jæja gert ýmislegt síðan síðast (er bara studnum stundum ekki í bloggstuði).

Fór á júdó æfingu! Já bjóst nú aldrei við að ég myndi gera það! En ég verð að mæla með júdó. Það er alveg ótrúlega gaman og erfitt! Þriggjatíma júdóæfing, rosa harðsperrur LENGI á eftir:)

Síðustu viku hefur rignt verulega mikið og það snjóaði m.a.s. uppi í fjöllunum. Þar sem það rignir ekki oft hér þolir campusinn ekki rigningu og allt fer á flot. Frekar ógeðslegt, sérstaklega þar sem ég þarf að hjóla eða labba í skólann á hvejum degi. Mér tókst líka að detta á hjólinu mínu, af því að göturnar eru úr efni sem verður mjög sleipt í rigningu! Smá kollhnís:)

Á fimmtudaginn var mér svo boðið að fara í heimsókn í RAND Corporation and Westside Foodbank útaf Fulbright. Ég ákvað að skella mér bara þrátt fyrir að það væri frekar mikið að gera. Ég leigði bíl með þremur Kínverjum sem ég hafði aldrei hitt áður og við keyrðum saman í fáránlega stórum jeppa til LA. Ég lærði helling um Kína á leiðinni, fullt sem ég hafði aldrei heyrt áður. Í heimsókninni heyrði ég svo allt um misnotkun á öldruðum, hvaða form hún getur tekið og hvað Kalifornía gerir til að sporna við henni. Við heyrðum líka um umferðina í LA og hvað þeir halda að hægt sé að gera til að minnka álagið.

RAND er bæði skóli og stofnun svo við hittum nokkra nemendur sem sögðu að til að vinna fyrir náminu þyrftu þeir að keppa um verkefni 24/7. Venjulegir starfsmenn þyrftu líka að vinna fyrir kaupinu sínu með því að keppast um verkefni innan stofnunarinnar. Ég veit ekki alveg hvort ég myndi vilja vera í svoleiðis vinnuumhverfi, hlýtur að vera mjög stressandi til lengdar.

Í matarbankanum vorum við látin pakka mat í kassa og sortera. E-r verslunarkeðja hafði keypt upp aðra og vildi ekki vörurnar í búðunum. Þeir skófluðu því bara úr hillunum ofan í "fiski"ker svo þar var samankrull af mat, dóti og snyrtivörum! Það var mjög skemmtilegt að gera e-ð svona allt öðruvísi í einn dag:)

Ég fór líka til tannlæknis í vikunni og hún sagði mér frá hinni undranýjung xylitol! Ég varð nú að játa að ég kannaðist aðeins við það;) E-rra hluta vegna er talað um það eins og e-ð alveg nýtt á nálinni hér. Hún sagði mér líka að það hefði verið fundið upp á Íslandi! Ég þorði náttúrulega ekki annað en að segja bara já og amen við því en efast samt stórlega um sannleiksgildi þess. Ég hef ekki hugmynd um hvar xylitol var uppgötvað en er næstum alveg viss um að ég vissi ef það væri íslensk uppfinning;) Við látum sko vita af svoleiðis;)

1 Comments:

Blogger beamia said...

hey já júdó er algjör snilld - þar lærir maður líka að "detta rétt" :)

xylitol var "fundið upp" í finnlandi en það voru uppi áform um að byggja xylitol-verksmiðju á íslandi fyrir ekki svo löngu síðan - það rann síðan út í sandinn vegna "óvinsamlegra aðstæðna fyrir sprotafyrirtæki" og þeir byggðu í staðinn í kína ef ég man rétt...

8:10 AM  

Post a Comment

<< Home