Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Friday, September 28, 2007

Ösp í heimsókn

Jæja kominn tími á blogg (hvað ætli ég hafi byrjað margar færslur á þessari setningu?:)).

Ösp kom í heimsókn og það var æði. Vildi helst ekki sleppa henni þegar hún varð að fara:( Við gerðum helling bæði skemmtilegt og annað frekar fyndið svona eftir á séð! Átum á okkur gat (einn ís á dag) og versluðum óhemjumikið (ég a.m.k.). Fórum líka í skrautlega ferð til "bay area" (nánari sögur fást aðeins með formlegri umsókn í tölvupósti;) eða hjá Ösp). Nú svo fórum við á alla helstu staði í LA: HogM, Hollywood, Rodeodrive, Mulholland drive, Beverly Hills og Cheesecake factory. Myndir segja meira en nokkur orð:)

Ösp e-ð ekki sátt við sjóinn, enda er hann ískaldur:)

Fundum þetta eftir að e-r fór að tala um hvað húðvörurnar frá Íslandi væru æðislegar! Hafiði heyrt um þetta áður?

Ströndin niðri í bæ

Ösp fannst þetta fyndin mynd, a.m.k. mikil fjölbreytni í bargestum. Verst við náðum ekki mynd af gamla karlinum sem var bara í jakka og nærjum.

Í Berkeley

Súpan var reyndar góð en rosalega leit hún illa út!

Kann ekki að snúa myndinni við:( en rosasæt mynd af Ösp og ostakökunni frá Cheesecakefactory

PS. Ef e-r kann (og vill kenna mér) að setja video inn þá á ég eitt fáránlega fyndið video af okkur Ösp. Það er aðallega fyndið af því við héldum að við værum að taka mynd og hegðum okkur í samræmi við það:)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahaha úff það var svo gaman,hefði getað verið miklu lengur, það verður erfitt að toppa þetta frí, gamli karlinn á nærbuxunum er samt ógleymanlegur þarf enga mynd af honum :) bay area sagan er alveg að gera góða hluti, meira að segja styttri útgáfan:) hlakka til að sjá þig um jólin
Kv.
Ösp

4:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

úff... rosalega lítur þessi súpa illa út... það hefði ekki verið hægt að fá mig til að taka bita af þessu :s
Mikið væri ég til í að koma í heimsókn til þín...
en kæruleysis-dagarnir eru víst taldir hjá mér... orðin tveggja barna móðir með meiru (vá hvað þetta hljómar hrikalega). I'm still just 25 years old!

4:23 PM  

Post a Comment

<< Home