Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Wednesday, January 16, 2008

Súkkan mín getur greinilega meira en ég hélt;)

Gleðilegt nýtt ár! Veit að þetta kemur seint, en fæðing þessa bloggs tók bara pínu langan tíma;) Ég hef nefnilega ekki mikið að segja, eða kannski hef ég það, en er bara orðin svona vön öllu hér að mér finnst ekkert fréttvænt.

Í gær gerði ég hins vegar svolítið óvenjulegt:) Við ætluðum að spila hokkí en völlurinn var upptekinn. Einum vini mínum leiddist greinilega því hann vildi endilega gera e-ð í staðinn fyrir hokkíið. Það kom svo í ljós að hann á víst svona súkku eins og ég! Já, hún er reyndar án þaks og hliða í baksætinu (s.s. alveg opin!) og á upphækkuðum dekkjum. Við fórum því í e-ð drullusvað að keyra. Ég sver það við fórum torfærur sem ég hélt að enginn bíll gæti komist! Niður 80°brekkur og s.frv. Gott adrenalín kikk!:) Súkkan mín ætti því að geta meira en ég hélt!

Í dag ætla ég svo að fara á fyrirlestur sem einn nóbelsverðlaunahafi heldur. Hann stofnaði banka sem lána litlum fyrirtækjum í þriðja heiminum á mjög litlum vöxtum (ef ég skil þetta rétt, mun líklegast vita meira í kvöld). Þessi banki hefur víst algjörlega gjörbreytt sumum menningarsamfélögum. Þetta er eitt af því sem mér finnst skemmtilegt við UCSB, maður getur farið á svona áhugaverða fyrirlestra/tónleika yfirleitt frítt eða mjög ódýrt.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já en spennandi, Ragnheiður Helga fór einmitt á mega spennandi fyrirlestur í Columbia þegar ég gisti hjá henni á heimleiðinni, torfærurnar hljóta að hafa verið skemmtilegar, ég vil samt ekki fara á torfærur á þinni súkku enda fékk ég hálshnykk þegar þú tókst ,,torfærur'' um jólin, hahaha.
Bestu kveðjur
Ösp

3:42 PM  
Blogger beamia said...

vá satt segirðu, risaplús þessir fyrirlestrar - og þessi maður er algjör snillingur, las fullt um hann þegar hann fékk verðlaunin :)

5:56 AM  

Post a Comment

<< Home