Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, November 17, 2005

Sjálfsvörn

Í gær sá ég auglýst sjálfsvarnar námskeið í húsinu við hliðina. Ég kann ekki neitt í neinu slíku svo mér datt í hug að það væri sniðugt að kíkja. Var greinilega ein um það því ég var sú aleina sem mætti!!!(fyrir utan einn strák sem var hent út af því að sjálfsvörn væri bara fyrir stelpur!!! frekar undarlegt viðhorf) Frekar fyndið að hafa 5 manneskjur bara að kenna mér e-r trix. Verð nú bara að segja að þetta var nokkuð fróðlegt, ýmislegt ansi auðvelt en furðulega öflugt;) Ótrúlegar staðreyndir sem ég heyrði þarna sem ég bara neita að trúa að séu sannar (fólk sem veit betur endilega kommentið á þetta) t.d.
  • Fjórða hver stelpa í UCSB verður fyrir kynferðislegri áreitni
  • Að meðaltali hafa nauðgarar nauðgað 17 sinnum áður en þeir nást
  • 98% af kynferðislegri áreitni er frá kunningjum (hef reyndar heyrt það áður)
Annars er ég bara á fullu að læra, fara yfir skyndipróf og reyna að finna mér prófessor og rannsóknarverkefni, e-ar hugmyndir? híhí;)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekkert smá asnalegt að henda stráknum út!!! Það er kannski sjaldgæfara en samt... strákar lenda alveg í árásum og áreitni líka.

2:52 AM  
Blogger Ásdís said...

Já og rökin voru að kynferðisafbrota menn sæktu í svona námskeið til að vera viðbúinir hinum ýmsu trixum sem stelpurnar gætu notað. Svo þær voru eiginlega að ásaka strákinn um að vera kynferðisafbrotamann!

10:25 AM  

Post a Comment

<< Home