Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, November 13, 2005

Sinfó

Í gær dró Fríða Sigga mig í sinfóníutónleika hérna í Santa Barbara af því að það var e-r sellóeinleikari (Zuill Bailey ef þið vitið hver það er;)) að spila með hljómsveitinni. Það var bara mjög gaman. Við lækkuðum hins vegar bæði meðalaldur og meðalteknjur gesta allverulega og voru án efa einu manneskjurnar sem tókum almenningsstrætó heim eftir tónleikana;)

Fyrir utan salinn voru flestar tegundir hljóðfæra sem spilað var á á tónleikunum og fólki var leyft að prófa, held að ég leggi ekki fyrir mig hornleik;) Híhí annars var salurinn mjög fyndinn, leit út eins og spænsk gata og það var svo raunverulegt að í svona 10 s var ég ekki viss hvort ég var inni eða úti.

Annars var frídagur á föstudaginn, alltaf gaman þegar maður fær svona aukafrídaga sem maður býst ekki við, og já Þórhallur litli bróðir minn átti afmæli, víví. Hann er samt orðinn alltof gamall!

Annars þarf ég núna að finna mér prófessor sem ég vil vinna með, úff ég hef bara ekki hugmynd, æ það hlýtur að reddast;)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hójá, það reddast pottþétt á íslenskan máta! :-) hefurðu úr mörgum að velja?

2:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæhæ
varstu ekki með einhverja myndasíðu eða er ég að bulla? vantar smá andlit við sögur:)

kv.
Ösp

2:08 AM  
Blogger Ásdís said...

hehe myndasidan er ekki alveg nogu mikid i gangnid laga um jolin;)

Ja og professora vesenid er eiginlega ad madur tharf nuna ad akveda hvad madur aetlar ad gera naestu 5 arin an thess ad vita nanast neitt um malid en ja thad reddast;)

9:32 AM  

Post a Comment

<< Home