Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, November 06, 2005

Stutt putt

Jæja langt síðan ég hef skifað e-ð hér eins og Ösp benti á;) Það er bara búið að vera brjálað að gera sérstaklega af því að mamma er í heimsókn hérna. Hún kom með helling af íslensku nammi og NÓG af Extra með eucalyptus;)

Í gær héldu strákarnir annað party (svona frekar rólegt matar/blaðurparty en mjög skemmtilegt samt;)) og ég gaf öllum brennivín og ópal skot sem mamma kom með. Frekar fyndið að sjá viðbrögðin hjá þeim, ekki alveg vön þessu bragði. Og þeir sem þekkja mig vel vita hvað mér finnst tryllt fyndið að gefa e-um e-ð ógeð og hlæja að þeim, híhí;) (nei ég er kannski ekki alveg svo slæm:) eða hvað)

Halloween var frekar fyndin. Meiri hlutinn bara klæddur í nærföt (strákar í G-streng og stelpur í bara venjulegum hvítum nærjum og brjóstahaldara (ég lét mér nægja venjuleg föt og nornahatt)) og allir bara vöfruðu um göturnar. Svo lítið eins og úthátíð án tónlistar (hún er sko bönnuð eftir 12:15) og víns (bannað að vera með það úti) og já kannski ekki týpístur íslenskur útileguklæðnaður. Já ég hef nú gert ýmislegt skemmtilegra en það var gaman að sjá þetta eins og annað;)

Nú þar sem Halloween er búin vantar tilfinnanlega skreytingar í allar búðir (því bandaríkjamönnum finnst greinilega tómlegt án þeirra) svo það er ekki annað hægt en að setja jólaskrautið út 1. nóv! Mér finnst að þetta ætti að vera bannað!!! Ég var líka að hlusta á útvarpið og gafst upp eftir tvö jólalög í röð! Ég verð svo komin með nóg af jólunum þegar þau loksins koma.

Meira seinna:)

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ha, er komið jólaskraut hjá ykkur?? Sem betur fer ekki hér, hér er enn Halloween skraut út um allt og ég rakst meira að segja á tvo gaura í búning í CVS í morgun! En já, New York búar eru náttúrulega "soldið" spes :)

4:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, þér finnst sko gaman að gefa fólki eitthvað ógeð!!!!!!!! Það er alveg ljóst! Mannstu eftir því þegar við vorum um 12 ára og þú varst alltaf að birla mér eitur!;)

2:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

og já...ég er nú ekki svo bitur að ég skrifi ekki undir nafni;)
-Freyja

2:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha ég gerði líka svona ógeðisdrykki en þegar kom að því að smakka þá var það alltaf sá sem var með mér sem var settur í smakkið ;)
-Ösp

3:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað meinarðu með þessari fyrirsögn???

5:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jóla-hvað? Hvað með Thanksgiving-skrautið?
Ég man eftir því þegar ég var í New York í lok sept / byrjun okt... þá var Halloween dót um allt og menn byrjaðir að setja upp Thanksgiving draslið líka... mér var spurn hvort þeir ætluðu ekki að klára dæmið bara, spara sér tíma og fleygja jólaskrautinu upp í leiðinni :)

7:23 AM  
Blogger Ásdís said...

hehehe
fyrirsögnin er bara rím og þetta átti að vera stutt blogg en reyndist svo bara vera jafn löng og allar aðrar

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst líka gaman að gefa fólki hákarl og svoleiðis og ennþá skemmtilegra að borða það svo með bestu lyst fyrir framan það - fyrst grettir fólkið sig og spýtir út úr sér og svo missir það augun út úr höfðinu og ælir hægt út úr sér einu orði: "oooojjjj!" :-P

1:05 PM  
Blogger Ásdís said...

hehe
já ég var spurð í dag hvort við virkilega borðuðum hákarl sem væri hálfmyglaður, og ég sagðist nú ekki gera það sjálf. Það væri samt fyndið að gefa þeim það, efast samt um að ég megi koma með það inn í landið;)

1:29 PM  

Post a Comment

<< Home