Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, September 17, 2007

Ögrun

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar!

Ég er löngu búin að komast að því að til að halda geðheilsu verð ég að ögra sjálfri mér reglulega. Ég á það nefnilega til að ákveða að ég geti bara ekki e-ð þótt ég hafi aldrei prófað það. Í þessari viku hef ég verið óvenjulega duglega að "ögra" sjálfri mér.

Á fimmtudaginn skipti ég um olíu og olíusíu á bílnum mínum. Aldrei hélt ég að ég myndi gera það! Eftir á séð, skil ég ekki afhverju maður fer alltaf með bílinn í smurningu fyrir ofurfé þegar þetta er svona ótrúlega létt og ódýrt ef maður gerir það sjálfur!

Í dag keppti ég í sjósundi við vin minn. Það hefur staðið til í meira en ár en alltaf höfum við fundið e-a leið til að fresta því. Sjórinn er mjög kaldur (ekki eins kaldur og heima en u.þ.b. 15°C (djúpalaugin heima er yfirleitt 29°C)), svo kaldur að mann svimar ef hausinn fer ofan í. Við syntum til enda hafnarinnar og til baka (um 900m) og það var bara erfitt (vegna kulda) fyrstu 100m. Ég vann vin minn og núna þarf hann að gefa mér ís:)

Nú svo fór ég í hokkí á línuskautum (og stefni á að gera það einu sinni í viku). Allir strákarnir eru hálfgerðir pró en ég hafði aldrei prófað línuskauta áður! (ef frá er talið þegar ég var 14 ára reimaði skóna á, reyndi að standa upp en lofaði svo sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur (svoleiðis loforð verður maður að svíkja:))). Hef ekki dottið hingað til, en er auðvitað eins og asni við hliðina á þeim, en það er líka allt í lagi:)

Ösp kemur svo á morgun í heimsókn, get ekki beðið!

4 Comments:

Blogger Freyja said...

já og til hamingju með meistaragráðuna! hvað tekur núna við? Er svo útúr öllum námsplönum hjá öllum í kringum mig.. :s
Og já, hokkí á línuskautum er bara SNILLD! ógó gaman, gerðum þetta nokkrum sinnum í vor í skólanum og það var bara asnalega gaman og erfitt. við vorum samt öll léleg svo þetta var ennþá fyndnanar ;) sjósundið og olíusíuna á ég eftir og ég er sko ekkert dugleg að ögra sjálfri mér þessa dagana :)

10:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

áfram ásdís! :D glæsilegt! já sjósund er alveg frábært :) úti á gróttu koma meira að segja stundum selir og synda úti fyrir manni til samlætis! en vá yoann einmitt æfði þessa línuskauta-hokkí-íþrótt og ég man ég hugsaði "hmmm... ég mundi bara fótbrjóta mig!!!" en nú verð ég bara að taka þig til fyrirmyndar næst og prófa ;D er alveg sammála með svona ögranir, þær eru mjög hollar og hressandi. góða skemmtun með ösp! viss um að það verður snilldartími :)

11:19 PM  
Blogger Ásdís said...

það var einmitt sæljón sem synti okkur til samlætis:) Var pínu hrædd við það eftir sögurnar frá Fríðu Siggu um selinn sem beit e-a stelpu og hún var með verulega stórt ör á lærinu.

7:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með meistaragráðuna snillingur!!!! :)
Þú ert svo mikill orkubolti :)

1:41 AM  

Post a Comment

<< Home