Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, September 10, 2007

Grand Canyon, Hoover Dam og master

Jæja skilaði mastersritgerðinni minni á fimmtudaginn. Það tók fáránlega langan tíma að prenta hana út (ansa LateX, jpeg drasl;)) en það hófst þó. Skólinn gaf mér að launum eftirfarandi límmiða auk þess sem ég fæ eiginhandaráritun frá Arnold Schwarzenegger, ekki slæmt;) Þið sjáið á pennanum hvað límiðinn er fáránlega stór, ætli e-r lími þetta á bílinn sinn?

Um helgina fór ég svo í Grand Canyon og stoppaði á leiðinni í Hoover Dam. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mikið kraðak af rafmagnstaurum. Allir hölluðu þeir þvers og kruss, gaman að koma þarna samt:)

Grand Canyon stóð svo sannarlega fyrir sínu. Það er hálfóraunverulegt að horfa þarna yfir, þetta er svo gígantískt stórt og fallegt. Við gengum niður gljúfrið þar til við sáum Colorado ána og snérum svo við. Þetta voru ekki nema 20km, nánast allt þverhnípt og hitinn ekki nema 40°C og sól;) Ég er nokkuð viss um að fyrst mér tókst þetta á 6klst og 40mín (uppgefinn tími er 9-12klst.) get ég gert allt!;)


Löbbuðum að endanum á þessum göngustíg
Sáum loksins Colorado ána
Og smá sönnun fyrir að ég var þarna:)

Við gistum á hóteli í klukkutíma fjarlægð frá gljúfrnu (af því að öll tjaldstæði voru full:S ) í bæ sem heitir Williams, Arizona. Það var frekar sorglegur bær, svona svolítið eins og yfirgefnir bæir í bíómyndunum. Það eina sem bærinn virtist þrífast af var að Route 66 fer í gegnum hann og ALLAR búðir þar seldu mynjagripi tengda því, auk þess sem allir veitingastaðirnir þarna stæltu sig af því að Elvis hefði einu sinni borðað þar:)
Það er í rauninni alveg út í hött að fara í helgarferð í Grand Canyon, þar sem heill dagur fer í ferðarlag hvora leið (við keyrðum samtals 2220km á þremur dögum! og fórum í 3 fylki). Við skemmtum okkur hins vegar konunglega við á leiðinni, stoppuðum oft til að borða ógurlega óhollan mat (eins og Godiva súkkulaðiköku á Cheesecake factory) og tókum fullt af myndum af eyðimörkinni:) Held samt að ég haldi mig við styttri ferðir á næstunni;)

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju Meistari! :D

8:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til Hamingju!!! mér finnst þetta rosa töff límmiði, hann passar svo fínt á Súkkuna, þarf ekki hvort eð er að líma hana alla saman svo það er eins gott að límmiðinn er stór ;)

Rakel Björk

4:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju Ásdís mín, nú sé ég að ég get útilokað grand canyon, hvað var aftur hitt sem þú varst spennt fyrir? vika!!!!!!!!!

4:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með að vera búin með ritgerðina:D Ekki spurning að þú límir límmiðann á bílinn þinn;)

12:03 PM  
Blogger Þórhildur said...

Til hamingju med skilin

2:05 PM  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með gráðuna!

Grand Canyon og Godiva kaka á Cheesecake Factory á sömu helginni? Ekki sem verst;)

9:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

erum a leid i godiva ostakokuna, kv. Osp og Valla

7:25 AM  

Post a Comment

<< Home