Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Friday, October 21, 2005

Grada, peida

Ég held að ég sé búin að finna hvað er það leiðinlegasta í öllum heimi: að fara yfir heimavinnu og skyndipróf! Ég var að klára að fara yfir 130 heimadæmi og hef nánast ekki gert annað síðan á miðvikudag!

En nóg um það, ótrúlega langt síðan ég skrifaði hérna síðast(og vá í fyrsta skipti með íslenskum stöfum:)). Það er bara búið að vera brjálað að gera. Heimavinna langt fram eftir nóttu og annað eins. Svo eru líka að fara að koma midterms:S Frekar fyndið hérna hvað allt er ofurrólegt hérna (enginn að stressa sig yfir neinu) nema í skóla og læri fílingnum, þar er sko reynt að kenna manni jafn mikið efni og heima nema bara á 10 vikum!

Annars er líka alveg nóg að gera í félagslífinu, svolítið öðru vísi en heima en gaman samt. Á morgun verður vöflumorgunmatur í húsinu mínu, graskeraskurður með verkfræðikrökkunum (aldrei skorið grasker áður) og um næstu helgi verður hin alræmda Halloween! Santa Barbara er víst þekkt fyrir að vera aðalstaðurinn til að skemmta sér á Halloween. Hingað koma 60þúsund manns og já snúa öllu við. Þar sem ég bý á dorminu(með 18ára stelpum) varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á officer Miller segja okkur (í 1,5klst stundum geta þessir kanar talað endalaust!) allt um það hvernig maður endar í fangelsi á Halloween. Það er víst alveg nóg að vera fullur, ganga um með bjór, neita að segja hver maður er.... (og sektirnar hlaupa á þúsundum dollara!). Allt frekar undarlegt, ég hélt að maður væri svo frjáls hér (greinilega annað mat á frelsi hér en heima).

Á Halloween verður maður víst að vera í búning og helst hafa fimm stykki (einn fyrir hvern dag fim til mán) og það er víst allt leyfilegt svo framarlega sem hægt er að bæta orðinu slut aftan við (ef búningurinn er meira en brjóstahaldari og boxer þá sker maður sig víst verulega úr). Gott að mamma skuli vera að koma í heimsókn yfir Halloween;)

PS. Bókstafurinn h datt af tölvunni minni og er brotinn, svo ég fékk nýtt lyklaborð. Það verður skrautlegt að skipta um það!

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

átt þú að standa í því að skipta um lyklaborð sjálf?? !!!!
heheeh

5:43 AM  
Blogger Ásdís said...

já ég sagði víst að gæti örugglega gert það, þá hélt ég reyndar að ég fengi bara stafinn h sem hefði verið ekkert mál að skipta um. Þetta er svona einn hluti af því að halda að maður geti allt og enda svo í tómu rugli!;)

12:41 PM  
Blogger Valla said...

Mér finnst þú eigir að kaupa svona mullet hárkollu í CVS ef þú kemst í svoleiðis búð. Þær eru mjög flottar og ég er alvarlega að íhuga kaup á einni slíkri :)

8:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

jiminn þú getur bara sagt að þú hafir tekið út þinn skammt af vændis grímu klæðnaði, þe ekki nema þú viljir endurtaka gjörninginn og fá sömu viðtökur og þá ;)

b.kv
Ösp

8:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

ernig er ægt að brjóta -ið?

5:21 PM  
Blogger Ásdís said...

hehe ég held að það hljóti að hafa verið gallað, því það bara datt af og þá var e-r tittur aftan á því brotinn og ekki hægt að tilla því aftur á.

og já Ösp það var sko lífsreynsla sem enginn vill endurtaka, munurinn á því og hér er samt sá að hér verða allir klæddir eins og druslur en þá var ég sú eina! Annars skil ég ekki hvernig þær meika það því það verður alveg mjög kalt hérna á kvöldin

6:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

"Kalt" á kvöldin? Er viðmiðun þín á orðinu kalt búin að breytast eftir að þú fluttir út? :)

2:58 AM  

Post a Comment

<< Home