Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Wednesday, March 15, 2006

Heppin?

Hei ég vil fá fleiri komment á flutningsleiðbeiningarar! Jónas er sá eini sem hefur þorað að tjá sig! Sjálfri finnst mér þetta fáránlega fyndið, hann virðist alveg fáránlega paranoid og finna fyrir strerkri þörf fyrir að sýna karlmennsku sína og vernda grey stelpuna (sem hann virðist telja að viti ekki neitt) þrátt fyrir að hann viti frekar takmarkað um málið sjálfur. Obboslega steríotýpu bandarískt:)

Nú yfir í annað. Á sumum sviðum er ég mjög heppin en mjög óheppin á öðrum. Til dæmis vinn ég mjög oft í hvers kyns happdrætti: bæði í ár og í fyrra fékk ég nákvæmlega það húsnæði sem mig langaði í í housing lotteryinu hérna, ég fékk 25þús.kr. ferða ávísun frá Mastercard og ég hef unnið mjög oft í alls kyns leikjum.

En þegar kemur að raftækjum er ég vægast sagt óheppin. Ég segi reyndar ekki að öll tæki sem ég fæ séu gölluð, til dæmis virðist sem myndavélin mín og ipodinn séu í ágætislagi, en meiri hluti þeirra er það! Eins og t.d. símarnir sem ég hef átt. Sá nýjasti bilaði innan þriggja mánaða og svo aftur innan mánaðar frá viðgerð. Ég man bara ekki eftir að hafa nokkru sinni átt síma sem var ekki á e-rn hátt bilaður.

Nú svo fjárfesti ég í tölvu í haust og eftir minna en mánuð þurfti að skipta um lyklaborð. Og hvað haldiði að hafi gerst um helgina? Nú skjárinn bilaði náttúrulega! Eftir mikla leit að leið til að hafa samband við Dell (þeir vilja greinilega ekkert að maður geri það og fela öll númer vel og vandlega á heimsíðunni sinni) tókst það reyndar og ég get ekki kvartað yfir eftirleiknum. Daginn eftir að ég talaði við þá kom bara maður í heimsókn og skipti um skjá á no time! Nú býð ég bara spennt að vita hvað bilar næst:)

Nú svo ákvað ég að fara til læknis hérna til að komast að því hverju ég er með ofnæmi fyrir (komin með pínku nóg af því að líta út eins og skrýmsli, sterakrem eru heldur ekkert holl til lengdar). Þar borgaði ég lækninum $88 fyrir að segja mér að koma aftur til sín og get ekki búist við að fá nein svör nema að borga minnst $350 (eins gott að þessar tryggingar borgi mér e-ð til baka!). Af hverju er maður ekki bandarískur læknir?

En nóg af þrasi:)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér fannst þessar leiðbeiningar um flutning til Íslands hryllilega mikil klisja og mj. steríótýpulegt já.

En skrímsli? ég trúi því ekki fyrr en ég sé mynd :)

11:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég svaraði á síðustu færslu :)

2:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fór EINU sinni til sérfræðilæknis hér í fyrra. Reikningurinn var $800! Og rándýra tryggingin mín borgaði bara 75% Þannig að ég held að við séum báðar á rangri hillu Ásdís mín. Skiptum yfir í lækninn ;)

7:15 PM  

Post a Comment

<< Home