Páskar?
Eins ofur kristnir og sumir Bandaríkjamenn geta verið er alveg ótrúlegt hvað ber lítið á páskunum hér. Það er náttúrulega ekkert frí í skólanum (bara venjuleg helgi:S) og allar búðir opnar eins og venjulega og engin merki þess að þessi fimmtudagur sé e-ð öðru vísi en aðrir. Ef e-ð er er bara meira að gera: próf, fullt af verkefnum sem eru sett alltof seint fyrir og annað eins. Ég fékk samt páskaegg númer 6 svo þetta er allt í lagi:)
Hvað sem því líður hef ég verið mjög dugleg í "félagslífinu" undanfarna daga (er í gæsalöppum því félaglíf hér er sko ekkert alvöru djamm, meira sex tíma tal- og átveislur, strandblak og aðrar íþróttir svo mér hefur tekist að brenna þrátt fyrir ofursterka sólarvörn) og er ástæðan líklega sú að helmingur krakkanna (allir sem voru með master fyrir) voru að klára aðalprófið sem við þurfum að taka til að mega fara í doktor (næsta haust hjá mér) svo þau eru að fara yfirum af einangrun síðustu vikna/mánuða. Í fyrra dag fórum við svo í fótbolta. Það var mjög greinilegt að fótbolti er ekki ein af aðalíþróttum Bandaríkjamanna því allir útlendingarnir í liðunum sköruðu verulega fram úr. Meira að segja ég sem kann ekki baun í fótbolta var spurð hvort ég hefði e-rn tíman æft! og er þekkt sem tuddinn eftir þennan leik.
Jæja verð að fara að borða áður en ég fer í tíma, í allan dag. Það vildi svo skemmtilega til að ég er bara í skólanum á þriðju og fimmtudögum (ef ég tel ekki með sundtíma, eitt seminar og einn office hour sem ég þarf að hafa) en auðvitað frá morgni til kvölds þá daga:S
6 Comments:
Hahahaha, þú ert nú ekki bara tuddi á bandarískan mælikvarða Ásdís mín ;) Gleðilega páska annars :)
Eina sem sest af paskunum er ad i stormorkudum er allt fullt af marglitum korfum og paskaeggjum. Rakel
Valla skrifaði það sem ég ætlaði að segja
kv.
Ösp
Hí hí,
Varstu að sýna varnartaktana sem þú lærðir í bandý? Go Ásdís fótboltasnillingur!
Páskakveðja,
Hidda
Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»
Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»
Post a Comment
<< Home