San Francisco
Jæja kominn tími til að blogga eins og Valla og Ösp hafa bent á. Gallinn er bara sá að annað hvort á ég eftir að skrifa eina línu eða nokkrar blaðsíður, sjáum til hvar þetta endar.
Svanhildur systir mín er í heimsókn og í tilefni þess að það var Spring break var mér hent út úr húsinu mínu svo við ákváum að fara til San Francisco. Það var frábært nema að það rigndi alla dagana og var töluvert kaldara en í Santa Barbara. Við versluðum alveg heilan helling og skoðuðum alla týpísku túrista staðina. Nú svo fórum við á tæknisafn í San José (það tók 5 tíma en átti að taka tvo samkvæmt starfsmanni þar), fórum í IMAX bíó, venjulegt bíó (rándýrt og með pissulykt:S) og borðuðum ótrúlega góðar og dýrar ostakökur í Cheesecake factory. Á leiðinni heim datt okkur svo í hug að fara "the scenic route". Við hefðum heldur hlustað á Völlu sérstaklega þar sem það var rigning úti. Þetta var vissulega fallegt en eftir um 80mílur af 180 gráðu beygjum á 50m fresti og sama yndislega útsýninu tóku við 40mílur af upp og niðurhossum og engu. Svanhildur var um það bil að æla og ég í krampakasti yfir að við værum bara fastar á þessum vegi og engin leið að komast út fyrr en hann endaði.
Núna erum við Svanhildur að passa dýr og hús fyrir hann Björn Birni. Mjög gott að hafa risastórt hús, sérstaklega þar sem Svanhildur er í heimsókn og það komast varla tveir inn í litla herbergið mitt á campus. Dýrið sem er chincilla (hef ekki hugmynd um hvað það er á íslensku) er því miður svolítið hrætt við okkur og byrjaði á að bíta Svanhildi, vonandi fer það að venjast okkur bráðum:)
Annars er skólinn byrjaður á fullu og mér líst bara vel á önnina en er svolítið hrædd um að það verði mikið að gera af því að ég er að taka fleiri kúrsa en áður.
Ekki tími fyrir meira
8 Comments:
Úh... það var mikið að það kom eitthvað (hehe... segi ég). En annars veit ég ekki hvort það er bara ég en síðan þín er eitthvað hálf furðuleg alltaf... ef mig langar að lesa eitthvað á henni, annað en bara linkana inn á alla vinina þá þarf ég að scrolla alveg geðveikt langt niður...
Kannski er þetta bara browserinn hjá mér, hver veit ?!?
Anyways... keep up the good work!
Mmmm...hljómar eins og yndisleg ferð. En ég var ekkert að ýkja með þessa helvítis útsýnisleið, fyndið hvað allir fara hana og dýrka til að byrja með en enda svo á því að hata hana út af lífinu :)
hehe já það er rétt Valla, maður getur líka ekkert skipt um skoðun heldur er bara fastur þarna.
Já Íris ég lendi alltaf í því í skólanum en ekki neins staðar annars staðar
ég þarf líka að skrolla niður:) oh ég bara verð að smakka kökur úr þessari cheesecake factory, er eitthvað komið á hreint með sumarið þitt?
kv.
Ösp
Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»
Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»
Great site lots of usefull infomation here.
»
Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»
Post a Comment
<< Home