Á ég aftur að blogga um surfing?
Mig langar það en þið eruð kannski alveg komin með nóg af því... hehe a.m.k. verður 4 tíma surf á morgun án kennara svo ég ætti að komast að því hvort kennarinn er að vinna alla vinnuna eða ekki:)
Annars ætla ég að setja mynd sem mér var gefin hérna í Californíu. Hún er af ömmu minni og systkinum hennar, langömmu og langafa! Frekar fyndið að finna fjölskyldumynd svona hinum megin á hnettinum:) Hver haldiði svo að sé amma mín?
PS: Hvað finnst ykkur að ég eigi að vera á Halloween? Það eina sem ég er búin að ákveða er að ég ætla að vera með hárkollu sem er með dökkt sítt hár og skær grænan augnskugga. Veit bara ekki alveg hvað ég get þóst vera...hmm. Hugmyndir eru vel þegnar:)
10 Comments:
Þessi lengst til hægri? :)
þessi með flétturnar í efri röð :)
Sammála stelpunum, held það sé þessi sem stendur við hliðina á foreldrunum (eldri systirin þá?).
Í sambandi við hvað þú getur verið með dökka hárkollu og skærgrænan augnskugga = Norn :-) Finna sér bara all-black outfit, helst með skikkju og pointy hatti ;-) Have fun!
Eg veit hver er hvad thannig ad eg aetla ekki ad giska :) En hvar fekkstu thessa mynd? Mjog gaman ad skoda hana!! :)
Lengst til hægri, hún er rosalega lík þér.
Þessi lengst til hægri! Þú getur verið frú Adams úr Adams Family eða 101 Dalmatíuhundakonan?
Takk fyrir hugmyndirnar.
Já þið hafið allar rétt fyrir ykkur. Ég er bara nokkuð lík henni, frekar fyndið samt því mamma hefur aldrei þótt neitt lík henni.
Ég fékk myndina frá Jonnu sem er ein Íslendinganna hérna. Hún bjó í sama húsi og þau öll þegar hún var lítil. Árið 1930 sendi langamma mín mömmu Jonnu þetta jólakort. Jonna geymdi kortið svo alltaf (jafnvel þegar þegar hún flutti til USA fyrir 40 árum síðan) og þegar hún heyrði hverra manna ég var ákvað hún að gefa mér það:) Mér finnst þetta allt mögnuð tilviljun! Jafnvel þótt við séum frá Íslandi:)
ah ég var of sein að sjá færsluna og mitt komment því geðveikt lúðalegt. Ég ætlaði sko að segja þessi standandi til hægri og svo ætlaði ég að segja adams family konan, hehe
góðar stundir!
Ösp
hehe, Ösp þú verður að fá þér almennilegt blogg þar sem er hægt að kommenta án þess að skrá sig e-ð ofurdofur. Mjög fyndið að þú bloggaðir um The Devil wears Prada daginn eftir að ég sá hana og ég er sko alveg sammála þér hún er frekar léleg og rökfræðin á bak við allt mjög undarleg.
Fáðu þér mæspeis þá geturðu kommentað ;)
-Ösp
Post a Comment
<< Home