Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Friday, October 13, 2006

Screening smeening

Ég var að klára próf sem allir sem ætla að klára doktorsnám hérna þurfa að ná. Þetta eru tvö 45mín próf þar sem maður stendur einn uppi á töflu og tveir prófessorar sem eru sérhæfðir á þessum sviðum spyrja mann spjörunum úr til að sjá hvort þeim finnst við vera nógu fróð til að halda áfram. Annað prófið var skítlétt en hitt ekki. Það gekk svo illa að það var eiginlega fyndið. Þeir báðu mig um að teikna e-ð sem ég vissi ekkert hvernig leit út svo ég gerði bara e-ð. Nú þá fóru þeir að benda manni á gallana og ég endaði á að breyta því í algjöra andstæðu þess sem ég byrjaði með, heheh. Þeir höfðu líka einstaklega gaman að spyrja mann í þaula út í það sem þeir sáu að maður var ekki 100% viss um (við vorum þrjú sem tókum þetta próf, það byrjaði eins hjá öllum en svo þróaðist það í sitt hvora áttina hjá öllum af því að við vorum ekki öll með sömu veikleikana). En þeir komust nú samt að þeirri niðurstöðu í lokin að ég kynni nógu mikið svo ég náði:D Ég hefði sko aldrei hleypt mér í gegn, hehe. Segir manni bara að maður er víst harðasti gagnrýnandinn sinn:)

En að öðru. Eftir tvo surf tíma er ég orðinn algjört fan! Kennarinn segir að ég sé "natural surfer" en ég held að það sé bandarísk ofur kurteisi. Ég get núna vel staðið og allt en þeir ýta okkur inn í öldurnar svo það er svolítið svindl;)

Og að allt öðru. Ég skil ekki skammtastærðir í Bandaríkjunum. Ef maður fer á veitingastað er einn skammtur nóg fyrir alla fjölskilduna! Ef maður kaupir mat tilbúinn í búð eru næringargildisupplýsingarnar alltaf gefnar í einum “skammti”. Þar hefur einn skammtur hins vegar allt í einu minnkað til muna. Ég hef þá sterklega grunaða um að velja bara skammta stærðir þannig að varan virðist mjög hitaeiningasnauð (og vona að heimskir kúnnar falli fyrir því). Máli mínu til stuðnings selur sama fyrirtækið grænmetis pizzur og pepperóni pizzur. Ef maður fær sér grænmetispizzu er einn skammtur 1/6 af pizzunni en bara 1/8 ef maður fær sér pepperóní! Ég spyr nú bara hver verður saddur af 1/8 af 12” pizzu? Ekki ég:)

En nóg af röfli í bili:)

8 Comments:

Blogger Valla said...

Til hamingju með það :D

10:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Surfið hljómar ótrúlega vel :)
Harpa á LH biður annars að heilsa en hún hefur verið að reyna að senda þér póst en það ekki gengið - kannski geturðu sent á hana tölvupóst úr núverandi póstfangi þínu!
Kær kveðja úr grámyglulegum rigningarsudda :)

6:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

vá! til lukku með prófið! þú verður svo að halda surf-námskeið fyrir okkur við gróttuvita næsta sumar ;D

6:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

hvað er málið með þessa Bandaríkjamenn? ;-)
Ótrúleg fyrirbæri

6:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

þú ert annaðhvort náttúrulegur surfer eða gæjinn að sverma fyrir þér.. held bæði

kv.
Ösp

7:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já skrítinn pósturinn, ég var líka að reyna að senda þér póst... hmmm viltu athuga hvort þú hafir fengið hann (sendur 17.10)? Þú lætur skammtastærðirnar vitanlega ekki blekkja þig hehehe :) Gott þú stóðst prófið skrítna, sé þig vel fyrir mér krota inn á einhverja mynd og enda með andhverfuna :Þ

9:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með prófið!!!
Gaman að heyra að þú fórst að mínum ráðum með að taka það... eigna mér sko allan heiðurinn af þessari ákvörðun þinni :-p

12:20 PM  
Blogger Ásdís said...

Takk:) Já Íris ég er mjög fegin að ég tók þau bara, þarf þá ekkert að velta því fyrir mér.
Fríða og Sif: Ég veit emailið mitt er pínu bilað, en ég fæ allan póst þótt þið fáið villumeldingu.
Ösp: verst að hann skuli eiga kærustu, hehehe:)
Mér var sagt að það væri ekki hægt að surfa á Íslandi, maður þyrfti að bíða eftir jökulhlaupi til að fá öldu (sem væri væntanlega ekki æskileg alda þar sem hún þeytti manni frá landi en ekki að því eins og venjulega). Sem minnir mig á það að jokulhlaup er enskt orð! Verst að þeir geta ekki fyrir sitt litla líf borið það fram!

3:23 PM  

Post a Comment

<< Home