Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, October 05, 2006

Surf smurf

Jáhá það hlaut að koma að því að ég færi e-r tíman í sjóinn hér. Í dag var fyrsti surf tíminn minn og ég verð bara að segja að það var MJÖG skemmtilegt. Ég get nú ekki sagt að það sé mér neitt í blóð borið en mér tókst a.m.k. að standa smá:)

Tíminn byrjaði mjög fyndið, en mjög bandarískt. Fyrst var hálftíma yoga surf sem er víst lykilatriði til að geta surfað rétt. Get samt ekki kvartað, frekar magnað að stunda yoga á strönd:)

Sjórinn var hins vegar óheyrilega kaldur (þeir sem trúa mér ekki, það er hafstraumur sem kemur frá Alaska hingað niður og sjórinn hitnar lítið á leiðinni, sjórinn var svo kaldur að ég fór í sturtu á eftir sem hafði bara kalt vatn og mér fannst hún volg!) og hefði ég ekki verið í blautbúning hefði ég líklega ekki endst lengi. Eftir um hálftíma í sjónum voru þrír puttar á hvorri hönd "dánir" og öll ilin á báðum löppum alveg hvít (og meðfylgjandi tilfinningarleysi). Ég var svo 3 klst. að ná almennilegum hita í kroppinn, jafnvel þótt ég fengi mér heitt kakó. Líklega frekar fyndið að horfa á mig labba um campus dúðaða og skjálfandi þegar flestir aðrir eru í stuttbuxum og tátiljum:)

Hlakka samt mikið til að fara í næsta tíma:D

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

brimbrettastrumpur! :D frábært - já nú verður ekki aftur snúið. einhver sagði mér að þetta væri verulega vanabindandi skemmtilegt, svipað og sundið ;)

1:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

æj greyjið mitt gráa, þú ert nú líka frekar kulvís, frábært hjá þér að fara á svona surf námskeið!
Ösp

3:28 AM  

Post a Comment

<< Home