Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, September 17, 2006

Herbergisfélaginn mættur

Núna er stelpan sem leigir íbúðina með mér mætt. Mér líst bara mjög vel á hana, viðist mjög skemmtileg, hreinleg og easy going. Hefði sett mynd af henni en fannst það svolítið sækó að biðja hana um að pósa á mynd sem ég ætlaði svo að setja á netið, svo það bíður betri tíma, hehe.

Annars fór ég í bíó áðan á myndina Little Miss Sunshine og hún er mjög fyndin, mæli með að allir sjái hana þegar hún kemur heima.

Núna eru mikir skógareldar í Ventura (sem er í 45mín keyrslu héðan) svo askan fellur í gríð og erg hérna. Svolítið eins og það sé eldgos:) Ekki er mælt með að vera mikið úti og hefur það í för með sér mikið hreyfingarleysi, þar sem mér er ekki hleypt inn í ræktina fyrr en 25.sept. Ég þreif líka bílinn minn fyrir morðfjár (held að 10 sek hafi kostað 25cent og ég var ofsalega lengi að því) í fyrradag og nú er hann hulinn nokkra millimetra öskulagi. En hvað um það...;)

6 Comments:

Blogger Valla said...

Hehe, já ég fór einmitt líka að sjá Little Miss Sunshine og mæli líka eindregið með henni. Hún var mjög fyndin:)

9:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha ekta þú að nefna hreinleg:)
frábært að stelpan er fín, fólk getur verið svo óheppið með meðleigjendur, en svo ert þú reyndar sjálf easygoing svo.. allavegana fer að senda þér e-mail bráðum.

kv.
Ösp

3:28 AM  
Blogger Ásdís said...

já hún tilkynnti mér að hún væri hreinlát svo ég lét það bara fylgja:) Annars þótt ég sé ekki mesti snyrtipinni í heimi er mjög gott að búa með e-um sem er svoleiðis:)

2:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað meinaru! Það er aldrei drasl í kringum þig:)

Annars sá ég líka Little Miss Sunshine um daginn og var afskaplega ánægð með hana.

Og pant sjá mynd af öskulagi...

5:03 PM  
Blogger Ragna said...

Takk fyrir ábendinguna stelpur. Kíkti á Little Miss Sunshine í kvöld án þess að vita neitt um hana og hún var alveg æðisleg ;)

6:53 PM  
Blogger Ásdís said...

Ohh Hidda alltaf biður þú um myndir sem ég tek ekki og núna er það of seint;) allt fokið í burtu. Ef þetta gerist aftur verð ég ekki lengi að taka upp myndavélina. Það eru nú skógareldar hérna liggur við annan hvern dag!

10:22 PM  

Post a Comment

<< Home