Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Friday, June 23, 2006

Komin heim:D

Já eftir 30 tíma ferðalag er ég loksins komin heim:) E-um tókst að keyra inn í flugvélina svo það varð rúmlega 6 tíma seinkun á henni. Svo í stað þess að leggja af stað klukkan 11:30 um kvöld fór hún ekki fyrr en klukkan 6 morguninn eftir. Ekkert jafnast á við að reyna að sofa á flugvallarbekkjum þar sem skilrúmin (man ekkert hvað armrest er á íslensku:S) milli sætanna ýtast inn á milli rifbeinanna!

Ég var náttúrulega með allt of mikið af drasli og þurfti að taka 16 pund (ætli það sé ekki um 7kg) upp úr töskunum mínum eða borga $370. Í handfarangri má hafa eina tösku og "one personal item". Ég útvíkkaði það hugtak allverulega og þessi persónulega taska var vissulega hliðartaska en hún rúmar álíka mikið og háflur svartur ruslapoki!;) Það kom sér þó ekkert alltof vel þegar ég fór niður í San Francisco í 8 tíma biðinni (átti sko að bíða í 8 tíma en það varð svo nálægt 15).

En a.m.k. er með sama gemsa og venjulega:)

Yfirleitt er ég mjög óheppin með sessunauta í flugvélum en nú lenti ég bara við hliðina á mjög skemmtilegum manni sem m.a.s. býr í Santa Barbara. Hann ætlar að vera í vikur hér í fjallgöngu/puttaferðalagi. Hann hafði heyrt að það væri mjög dýrt hérna svo hann var bara með allan mat með sér og hafði kynnst fullt af fólki á netinu sem ætlaði að leyfa honum að gista þegar hann fyndi ekki stað til að tjalda á. Hann vildi auðvitað læra íslensku (og hélt að 9 tíma flug gæti alveg gefið honum nægan grunn), og gekk svona líka vel (náði a.m.k já, nei og takk). Frekar fyndið.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

o shitt ef tad kostar 370 ad vera med 7kg i yfirvigt ta hef eg ekki efni a ad koma heim, er sko med ogedslega mikid drasl!! Hlakka til ad sja tig, bara 11 dagar tangad til :) -Rakel Bjork

7:23 PM  
Blogger Ásdís said...

hafðu tvær töskur því það er nefnilega 23 kg (50 punda) takmark á hverja tösku

7:43 AM  
Blogger Valla said...

Passaðu þig líka í tollinum Rakel! ;)

10:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig a eg ad passa mig? Ad vera ekki med of mikid af nyju doti? -Rakel

9:56 AM  
Blogger Ásdís said...

já og vera með kvittanir fyrir öllu því annars áætla þeir bara: "þetta virkar nýtt og myndi kosta um það bil...."

1:35 AM  

Post a Comment

<< Home