Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, September 12, 2006

Berlín, Santa Barbara, San Diego

Jæja fullt af ferðalögum að baki og þetta verður langt blogg!

Við Ösp (sem á einmitt afmæli í dag, til hamingju) drifum okkur til Berlínar. Fæstir höfðu neina trú á því að við kæmumst nokkurn tíman á leiðarenda því skipulagningin var í lágmarki og gekk seint. Þetta var samt sem áður hin skemmtilegasta ferð. Við skoðuðum alla helstu sögufræga staði, fórum í 7 af 9 H&M búðum í Berlín, borðuðum helling af ís, fórum á kaffihús og skemmtilega veitingastaði og djömmuðum á mjög steiktum stað þar sem við kynntumst Gana manninum Franc sem er víst að eigin sögn besti vinur okkar og á leið í heimsókn til okkar um áramótin. Nú svo fórum við í ansi litríka spa ferð (sögur fást á msn) og komumst merkilega vel út úr barnamenntaskólaþýskunni okkar.


Ættum við að breyta um stíl?

Nú svo fór Rakel með mig að fljúga:) Takk fyrir mig, skelli einni mynd með



Eftir mikið stress að klára skýrsluna mína í vinnunni og reyna að hitta alla a.m.k. pínku áður en ég færi var komin tími til að fara aftur til Santa Barbara. Ótrúlega fyndið hvað maður þekkir alltaf marga í flugvélinni: mamma (hehe hún var sko á leiðinni á ráðstefnu í San Diego), Egill kærastinn hennar Fríðu Siggu, Hulda og Bensi voru öll þarna.

Þrátt fyrir að ég hafi bara sagt Söndru hvenær ég kæmi (og það sama dag og ég kom) var móttökunefndi mætt á flugvöllinn:)



Íbúðin mín er fín. Herbergisfélaginn minn er ekki kominn, ef frá eru taldir nokkrir froskar sem halda að þeir eigi heima hérna. Fann einmitt einn ofan í klósettinu svo héðan í frá grandskoða ég alltaf klósettið.

Þar sem mamma fór á ráðstefnu í San Diego og þar sem ég hef aldrei komið þangað fór ég að heimsækja hana. San Diego er mjög skemmtileg borg, verð að fara þangað aftur þegar ég hef tíma. Þar er líka IKEA sem ég missti mig pínu í og leit út eins og heimilislaus manneskja (ekki í fyrsta sinn) að drösla öllu upp á hótel í trolleyinu. Við fórum líka inn í land að skoða jarðhitaorkuver. Þar var rúmlega 40°C og sól. Gott að ég var í fóðruðum gönguskóm og gallabuxum. Vildi að ég hefði haft vegabréfið með til að kíkja yfir til Mexíkó, pirrandi að vera 2mílum frá og geta ekki farið yfir. En það bíður betri tíma.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá! þvílíkt skemmtilegir dagar! :D ég ætla rétt að vona að þetta séu hárkollur... úúúffff! :D

2:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ skvís! Ég er ekkert smá ánægð með að við skulum hafa náð að skella okkur í loftið áður en þú fórst. Held þú hafir tekið góða veðrið með þér því það hefur ekki verið almennilegt flugveður síðan svo viltu gjöru svo vel að skila því!!! :)
Mér finnst geggjað hjá ykkur að skella ykkur til Berlínar og hafa ekkert planað og bara allt opið - langsniðugast :)
ÆÐISLEG MÓTTÖKUNEFND! have fun! -Rakel

3:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehe, æði að fá svona skilti :) Hljómar allt mjög vel, var gaman að heyra í þér í gær :)
-kv. Freyja

2:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha þetta voru ekki hárkollur, skemmtilegar móttökur :) ég hef einmitt mikið verið að velta því fyrir mér hver gat hýst þig þessa nótt :D sýnist það hafa leyst sig sjálft.

Takk fyrir ferðina og farðu nú að láta sjá þig á msn

-Ösp

9:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

p.s ég er ógeðslega sár að Frank hafi ekki sent mér meil, ég meina hann ætlaði nú að gista hjá mér! hahahaha

9:30 AM  
Blogger Valla said...

Hehe mér finnst þið eigið að fá ykkur svona hárgreiðslu. Þið eruð svo eðlilegar á þessari mynd. Annars er ég búin að fá kortið. Takk fyrir það Ásdís.

5:42 AM  
Blogger Ásdís said...

Bjarnheiður og Valla: Já þetta eru hárkollur en okkur fannst við í alvörunni mjög eðlilega með þær:) hehe...myndin segir kannski e-ð annað:)

Rakel: Ég held ég hafi ekkert tekið góða veðrið, hér eru a.m.k. skógareldar svo aska af þeim veldur mengunarþoku:S

Freyja: Takk sömuleiðis:)

Ösp: ég á ennþá númerið hans ef þú vilt skamma hann eða ... hann er náttúrulega alveg þess virði, og náttúrulega ekki eins og allir hættulegu gaurarnir;) Tímamunur hamlar msn hitting en ég reyni:)

9:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

haha já okkur fannst við mjög real með kollurnar, ég á enn eftir að púlla operation hræða ömmu, frank var alveg á mis, ekki mjög sannfærandi ég er svo góður gaur ræða

-Ösp

3:31 AM  

Post a Comment

<< Home