Halloween, tímabreyting og fleira
Í gær var Halloween. Santa Barbara (eða meira IV, hverfið hérna á móti mér) er þekkt fyrir brjálað djamm um hrekkjavökuna. Ég myndi kalla þetta meðaldjamm og hámarkslöggæslu. Allar sektir eru margfaldaðar, auka fangaklefa er komið upp í IV og það er allt morandi í löggum bæði fótgangandi og á hestum svo fátt eitt sé nefnt. Íbúðirnar sem ég bý í voru til dæmis girtar af og okkur hótað að við þyrftum að vísa skilríkjum til að komast inn!
Ég átti í miklum vandræðum með að finna út hvað ég ætti að vera því rándýra hárkollan sem við Ösp mönuðum hvort aðra upp í að kaupa var ekki nógu dökk til að vera Morticia Adams (ég hefði átt nóg af fötum í það;)). Það varð því úr að ég var bara brunette (dökkhærð kona hljómar bara ekki nógu spennandi;)) og nýtti mér allt sem fer dökkuhári mun betur en ljósu (eins og kjóllinn og grænn augnskuggi). Ef ég líktist e-um var það örugglega helst mömmu:) Það fyndnasta var samt að helmingurinn af partygestunum þekkti mig ekki! og svona 1/4 hélt að ég hefði litað á mér hárið og hafði verulegar áhyggjur af því hvort þetta skolaðist út eða ekki (partyið var á föstudaginn og ég er enn að fá spurningar um hvernig ég hafi náð litnum svona hratt úr!).
Hefði ég náð að plata ykkur?
Á laugadaginn fórum við Morgane og vinkonur hennar svo í IV. Það var nú bara mjög skemmtilegt, hitti fullt af frekar rugluðu fólki (sem hélt greinilega líka að ég væri mun yngir en ég er). Ég skil samt enn ekki hvernig allar stelpurnar gátu bara labbað um á nærfötunum einum saman (því það var mjög kalt) og náttúrulega heldur ekki þessa örfáu stráka sem voru bara á G-steng. Hér fylgja ekki myndir með, einfaldlega af því að þær myndu flokkast undir klám.
Í staðin fáið þið mynd af Morgane, frönsku stelpunni sem ég bý með
Og eina hóp mynd af okkur stelpunum
Já svo var klukkunni breytt, svo hún var 2 í einn klukkutíma. Nokkuð gott að fá svona einn auka klukkutíma til að djamma en hins vegar alveg hörmulegt að það skuli verða bjart um 6 (því það þýðir að ég vakna þá:S og það verður dimmt fyrr:S ég veit ég á ekki að kvarta því það er náttúrulega mun verra heima)
Nú svo var ég að eignast lítinn frænda. Kom mér mikið á óvart því ég vissi ekkert að frænka mín væri ólétt! Hlakka mikið til að hitta hann um jólin.
6 Comments:
Já þú ert skuggalega lík mömmu þinni með þessa kollu :)
kjólinn er flottur ertu ekki búin að nota hann mikið?
-Ösp
Hahahaha ég skil ekki alveg að fólk þekkti þig ekki!
Það þekkir þig þá bara ekki nógu vel :þ
Þú ert alveg brill með þessa kollu =)
Brunette hvað... á efstu myndinni finnst mér þú nú bara alveg eins og Pocahontas (kann ekki að skrifa þetta) :-)
ÉG er alveg sammála Írisi, um leið og ég sá myndina hugsaði ég hvað þetta væri flott Pocahontasgervi.
og Ásdís, ertu að grínast!!! best í heimi! hlakka til að hitta þig á msn eða skype :)
Rakel Björk
Rosalega fín hárkolla! En held nú samt að ég hefði alveg þekkt þig með hana;)
hehe já það spurðu mig nokkrir hvort ég væri Pocahontas eða konan í Flinstones með óuppsett hár (vildi að ég hefði fattað það áður en ég fór)
Ösp: Nei hef ekki notað hann mikið. Það er aldrei neinn hér í kjólum svo manni líður eins og illa gerðum hlut í kjól (gallabuxur eru dressed up). Notaði hann samt þegar mamma var hérna:)
Post a Comment
<< Home