Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, April 27, 2006

Met?

Ég hef eflaust slegið persónulegt bloggleysismet í apríl en hef góða ástæðu fyrir því.

Svanhildur systir mín hefur verið í heimsókn í 5 vikur en fór heim í morgun:S Já frekar skrýtið að hún sé bara farin, var alveg orðin vön að hafa hana bara alltaf hjá mér:) Það er hins vegar ágætis tilbreyting að sjá loksins í gólfið á herberginu mínu:) En ætti ég kannski að segja hvað við höfum gert. Var búin að segja frá San Francisco ferðinni og e-u fleiru svo byrja bara á því nýjasta og læt fullt af myndum fylgja með:)

Shauna, Svanhildur, Khaled, Sandra og ég fórum í dýragarðinn hér. E-rra hluta vegna hef ég alltaf hugsað að dýragarðar væru fyrir börn svo ég bjóst ekki við miklu en það var bara mjög gaman. Hellingur af skemmtilegum og skrýtnum dýrum en gírafinn með klofna hálsinn stóð upp úr. Ég gat varla horft á hann, varð bara ill í hálsinum, en þetta á víst ekki að hafa nein áhrif á hann.
Gírafinn frægi
Annað sjónarhorn af honum
Dýragarðsgestir
Og aftur svo maður geri nú ekki upp á milli Söndru og Svanhildar

Nú svo átti Shauna afmæli. Það var mjög skemmtilegt, fólk úr öllum áttu sem þekktist flest ekkert en við áttum samt öll ágætlega saman. Svo fengum við líka svo góðan indverskan mat, namm, og fórum á skemmtilegan bar með packman tölvuleik í stað sjónvarps(ágætis tilbreyting en vá hvað ég er léleg í packman).Svanhildur, Shauna afmælisbarn, undarleg mynd af mér, Solla

Bragi og Jonna (systkini á níræðisaldri sem búa hérna og þekktu ömmu mína vel) buðu svo okkur Svanhildi út að borða á mánudagskvöldið. Það var mjög gaman og maturinn mjög góður (ég er sko alveg komin með upp í kok af mötuneytismatnum og nýti hvert einasta tækifæri til að sleppa máltíð þar úti í ystu æsar). Steinunn dóttir hans Braga kom með í matinn og gaman að kynnast henni. Hún skilur íslensku en finnst erfitt að tala hana og ég komst að því að ég get ekki fyrir mitt litla líf hlustað á ensku og svarað á íslensku. Hún á tvo íslenska hunda, Leif og Eirík, sem eru algjört krútt og vekja náttúrulega mikla athygli hér.
Ég, Jonna, Svanhildur, Steinunn og Bragi

Eftir matinn fórum við í kveðju partý hjá Dario (svissneskur skiptinemi í vélaverkfræði sem var að fara heim). Scott, John og Chris ákváðu að klæða sig afarsmekklega í tilefni þess. Þeim finnst Dario klæða sig í heldur þröng föt, en já mér fannst þetta frekar fyndið, samt ekki bara af því hvernig þeir litu út í fötunum heldur líka vegna þess að mínu mati er Dario yfirleitt smekklegra klæddur en þeir. Mér finnst ekki að strákar eigi að vera í öfur þröngum fötum en algjör óþarfi að vera í e-u 5 nr. of stóru sem auk þess býr til mjaðmir og mitt á þá. En hvað um það.
Chris, John, Dario og Scott

Í gær var svo alsherjar Íslendinga grill, alveg óvart samt:) Við Svanhildur ætluðum að grilla með Gunna, Sollu og Shaunu fyrst Svanhildur var að fara. Svanhildur var hins vegar svo stórtæk í matarkaupunum að tvöfalda "varð" matargestina og samt var afgangur:) Grillið endaði svo í skemmtilegum umræðum á ensku svo Shauna yrði ekki útundan.

Nú svo er ég komin með sumarvinnu á Línuhönnun:) Já ákvað s.s. að koma heim í sumar í a.m.k. 2 mánuði (júlí og ágúst). Hlakka til að hitta ykkur öll!

12 Comments:

Blogger Ásdís said...

vá það er bara eins og ég geri ekkert annað en að borða hérna

10:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha....ekki borða yfir þig;)

Hlakka til að sjá þig í sumar:)!!

Kv.Brynja

3:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með sumarstarfið. Það verður gaman að sjá þig í sumar:)

9:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til ad sja tig, hvar sem tad verdur!!! Yes tu verdur heima i agust og hefur tvi enga afsokun til ad fara ekki til Eyja! (vona ad eg verdi a landinu ta)

Rakel

9:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

jahúúú! til lukku með nýja sumarstarfið! ný færsla og boðuð heimkoma og alles, gamangaman :)

1:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að þú komir heim í sumar!:) Alveg farin að sakna þín mega!

9:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Veivei ég er líka á Línuhönnun, we are ment to be together ;)

...bréf til þín hálfnað...lofa að klára bráðum :(

11:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

ótrúlega fyndið að þú ert með ásdísarglottið á þremur myndum af sjö og svo skellihló ég að kommenti þínu um klæðnað karlmanna, þú veist hvernig þú vilt hafa þá elskan mín :)

það verður gaman að fá þig heim :)

b.kv
Ösp

4:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að heyra að þú komir heim í sumar :) Hlakka til að sjá þig!

4:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Brilliant myndir, gaman að skoða þær! :) :)

Ég öfunda þig líka svoldið að vera heima heima í sumar...

8:10 AM  
Blogger Ásdís said...

takk takk:)
Freyja: Ég kem líklegast heim 22. júní svo ég kemst í útskriftina þína:)
Rakel: Iss þú kemur nú til eyja!:)
Fríða Sigga: Á hvaða sviði verðurðu? Ég er á umhverfis
Þóra: hehe já en ég skil líka að þú viljir vera úti því þú ert alveg hálfnuð með námið, það verður líklega ekki eins auðvelt fyrir mig að fara heim seinna

1:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»

3:59 AM  

Post a Comment

<< Home