Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Saturday, May 06, 2006

Sitt lítið af hverju:)

Jæja eins og sést vel á bloggheiminum þá eru nánast allir heima í prófum (m.a.s. Þórhallur litli bróðir sem er í samræmduprófunum! úff nú er maður orðinn gamall). Ég er sem betur fer ekki í prófum í staðinn er miðannarbrjálæðið í fullum gangi hér. Þrátt fyrir það tókst okkur að troða inn einu partyi í gær til að halda upp á afmæli Khaleds og Johns. E-um datt í hug í miðju partyinu að draga upp spilastokk. Það endaði með ansi skemmtilegum rifrildum um mismunandi reglur í algengustu spilunum (rommí og fleiru) og mér tókst að blekkja fólk með spilagöldrum sem ég lærði þegar ég var 4:) (æ þið vitið þessi með 3 röðum og 7 spilum í hverri röð) Fyndið hvað eitt þykir sjálfsagt að vita á einum stað en annað á öðrum.

Nú eins og flestir vita þá er ég tyggjófíkill:) Hér er hins vegar ekki til mín tegund:S og það sem er til hefur allt sama undarlega bragðið (e-r ógeðslegur undirkeimur í öllu og svo bæta þeir ofan á hinum ýmsu bragðtegundum). Mér til mikillar furðu fann ég hins vegar gott tyggjó um daginn. Ég ákvað því miður að lesa innihaldslýsinguna og komst að því að þetta tyggjó hefur 35% minni kalóríur en venjulegt tyggjó! Hversu sick er maður þegar maður er farinn að telja kalóríurnar niður í: "já svo fékk ég mér tyggjó = 4 kcal...". Þetta fékk mig næstum til að hætta að kaupa tyggjóið bara í mótmælaskyni ...... þar til fíknin sagði til sín;)

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þú ert ótrúleg ;)

5:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hahaha, gaman að þessu :) En það er ágætt samt að geta notað tyggjóið með góðri samvisku ;þ

5:55 AM  
Blogger Valla said...

já ég veit samt um mann sem taldi tyggjókalóríur með í megrun. var mjög hneyskluð.

5:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

maturinn í Bandaríkjunum er algert met, þegar ég bjó úti elskaði ég súkkulaðibúðing og það voru heilu hillurnar fullar af allskonar búðing t.d búðing án sykurs og fat free og diet búðingur osfrv, fannst þetta alltaf hálf kjánalegt það á bara að borða the real thing ;)

kv. Ösp
ómarkvissi kommentarinn

5:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

kaloríuskert tyggjó - það er sko allt til í USA....:)

-Brynja

2:05 AM  
Blogger Ásdís said...

hehe já en málið er bara að the real thing hér er margfalt feitara en the real thing alls staðar annars staðar( pizzurnar eru t.d. syndandi í olíu þannig að manni verður hálfóglatt að borða þær) og diet búðingurinn er kannski eins og venjulegur búðingur annars staðar. Það sem mér finnst samt mest pirrandi er þegar þeir eru að auglýsa rusl mat í barnatímanum (og það eru sko bara matarauglýsingar þar, nánast engar dótaauglýsingar) og segja alltaf "this nutritious food...." og krakkarnir gleypa náttúrulega við öllu.

6:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

4:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»

12:39 PM  

Post a Comment

<< Home