Albinói?
Ég veit að ég er mjög ljós yfirlitum og verð aldrei neitt sérstaklega brún. Ég vil hins vegar meina að ég taki smá lit og mér til sönnunar hef ég öll sundbolaförin á bakinu og þær örfáu brúnkukeppnir sem ég hef unnið. Nú þar sem ég bý í Californiu og þar sem veðrið hefur verið ágætt síðustu daga býst ég fastlega við að ég sé búin að ná persónulegu brúnkuhámarki. En.... fólk er sífellt að tönglast á því hvað ég sé hvít!
Eins og fyrir jól sagði vinkona mín hér eins og ekkert væri sjálfsagðara þegar hún var að lýsa e-rri manneskju: "she is really pale, not nearly as pale as you but really really pale". Nú og áðan sagði eiginmaður yoga kennarans míns þegar hann komst að því að ég væri í verkfræði: "I have never met a pale, Icelandic, female Engineer before". Af hverju var pale fyrsta lýsingarorðið?!? Og af hverju var það þarna yfirleitt?
8 Comments:
sýndu þeim myndir af okkur vinum þínum og þá geturu montað þig að vera ekkert hvít ;)
Ég vinn þig í hvítukeppninni í sumar, pottþétt!
hah! Ef þau vilja sjá pale, female, icelandic engineer skaltu bara sýna þeim mynd af mér :)
Kaninn er náttúrulega bara fyndinn:P
-Brynja
Þú lítur a.m.k. ekki út eins og uppþornuð kartafla eins og sumum virðist finnast flott hér í usa. Það fer svo svakalega illa með húðina að steikja hana svona.
Rakel, ekki heldur brún
Eftir tæpar tvær vikur í Barcelona (í hlýrabol alla daga og tvisvar á ströndinni) kom ég heim hvítari en mamma og Líney sem voru heima á Íslandi í frosti og snjó :D
Haha, brilliant saga :) Ég er líka alltaf kölluð "the white girl", en ég bý náttúrulega nánast í Mexíkó ;)
hahaha ég skrifaði komment og bað þig um að hitta mig á msn síðasta miðvikudag, gleymdi svo að skrá mig inn á msn á mið, fékk samviskubit, kíkti á kommentin og kommentið um msn deitið hafði ekki birst
skemmtileg komment? veit það nú ekki
kv.
Ösp
p.s verðum að fara að plana;)
já Ösp við verðum að fara að plana. Það er bara svo erfitt útaf þessu tímamun:S Ég kem heim 22. heldurðu að það verði of seint að panta bara þá? Annars verður lítið að gera hjá mér eftir næstu helgi
Post a Comment
<< Home