Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, May 25, 2006

Brummi og spa

Já ég kom m.a.s. sjálfri mér á óvart með að kaupa mér bíl!:) Núna ætti títuprjónaleysi ekki að þýða þriggja tíma ferðalag helur bara 20mín. Já hann slær nú ekki súkkunni við nema þá í aldri:) Ég held ég hafi nú samt gert mjög góð kaup enda keypti ég hann af Shaunu vinkonu minni. Það lítur samt út fyrir að tryggingar fyrsta árið muni kosta meira en bíllinn!

Síðan ég byrjaði í skólanum hefur skólinn verið að byggja "spa" og var það loksins opnað í vikunni. Mér fannst nú frekar skrýtið og a.m.k mjög rausnarlegt að skólinn stæði fyrir byggingu á "spa" þar til ég komst að því að "spa" er einn skitinn heitur pottur! Ég ætla reyndar ekki að kvarta því það vantaði einmitt einn svoleiðis:) Héðan í frá get ég líka virkað ótrúlega "snobb rík" þegar ég segi að það sé "spa" í bakgarðinum heima;)

3 Comments:

Blogger Valla said...

Ég vil mynd af bílnum!

8:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

við valla sáum súkkuna um daginn, hvílík fegurð;) það getur ekki verið að þessi standist samanburðinn

2:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vil líka mynd af bílnum!

8:58 AM  

Post a Comment

<< Home