Surfbretti
Í gær var næstum fullt tungl svo í tilefni þess ákváðum við að kveikja bál á ströndinni. Þetta var í fyrsta sinn sem ég geri það og það kom mér því mikið á óvart hvað það var troðið á ströndinni (bara eins og Laugarvegurinn á góðum djammdegi). Á um km löngu svæði voru a.m.k. 4 smábrennur. Þetta var nú bara mjög skemmtilegt, kósí. Myndavélin mín beilaði því miður svo ég get ekki sýnt ykkur myndir. Nú þegar fór að líða á kom löggan og sagði að Goleta (úthverfið sem ég bý í) hefði bannað bál á ströndinni svo við þyrftum að slökkva það núna eða við fengjum öll sekt! Þeir sögðust líka vera að rýma ströndina svo ef við hypjuðum okkur ekki strax fengum við líka sekt! Jáhá mig langar að segja ýmislegt við þessu en kannski best að vera ekkert með of miklar yfirlýsingar á netinu;)
Og að e-u skemmtilegu:) Björn Birnir og Inga Dóra voru svo rausnarleg að lána mér surfbrettið sem Adda dóttir þeirra á af því að hún er núna að læra á austurströndinni. Nú hef ég því enga afsökun til að fara ekki að æfa mig:D. Myndir af brettinu verða líka að bíða betri tíma.
Bandaríkjamenn eru stundum skrýtnar skrúfur. Á þriðjudaginn eru kosningar um heilan helling (lagabreytingar og æðstu stjórnendur). Auglýsingarnar eru misgóðar og yfirleitt eftir að hafa séð bæði auglýsinguna með og á móti lagabreytingunni get ég ekki fyrir mitt litla líf séð hvernig þær get báðar verið að segja fullkomlega satt. Ein auglýsing er þó í uppáhaldi hjá mér. Þar er einn frambjóðandinn að lýsa því fram að hann sé fylgjandi því að fólk þurfi að sýna persónuskilríki til að kjósa og segir að mótframbjóðandi sinn sé á móti því. Hvernig getur maður verið á móti því að fólk þurfi að sýna persónuskilríki þegar það kýs? Og hvernig stendur á því að maður þarf að sýna persónuskilríki þegar maður kaupir áfengi (og já þau þurfa sko að vera frá Kaliforníu og segja til um hæð og þyngd (eins og hún geti ekki breyst á 5 árum)) en maður þarf ekki að sýna persónuskilríki þegar maður kýs? Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frekar undarlegt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home