Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Saturday, June 16, 2007

Appú

Jæja nú eru öll próf búin og við tekur að skrifa mastersritgerðina. Í hverfinu er aragrúi af krökkum að flytja, og er rúm ofan á öðrum hvorum bíl:) Því miður þýða annalokin líka að helmingur vina minna eru að fara aftur heim til Evrópu, þar á meðal Morgane:( Það er því mjög einmanalegt í íbúðinni núna og ég hef ekki hugmynd um hvenær ég mun sjá hana aftur! Ég verð að fara til Frakklands fljótlega, sundæfingabúðirnar fyrir 9 árum (úff hvað ég er gömul!) gáfu greinilega ekki rétta mynd af Frakklandi:)

Svona dagsdaglega er ágætt að búa í Bandaríkjunum en öðru hverju koma upp hlutir sem minna mann afhverju heima er best:) Ein franska stelpan hérna fékk botnlangakast um daginn og varð að rífa hann út. Fyrir tæplega 2 sólarhringadvöl á sjúkrahúsinu fékk hún $29.000 (1.8milljónir kr.) reikning! Tryggingarnar bjóðast til að borga 80% en tæplega $6000 eru samt heldur stór biti að kyngja! Vonandi fær hún e-a undanþágu af því að þetta var neyðartilfelli.

3 Comments:

Blogger Unknown said...

Tékkaðu á myndinni Sicko eftir michael moore, þá veistu að hún slapp vel....

7:14 AM  
Blogger Ásdís said...

já ég verð að sjá þá mynd

10:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

svona fer kapítalisminn með fólk..

-Ösp

ps maður er ekki gamall ef maður fór í sundferð fyrir níu árum

6:19 PM  

Post a Comment

<< Home