Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, May 13, 2007

Kosningavaka, lyklar og fleira

Jæja komið að hinu vikulega bloggi:)

Hér er lítið að frétta, sápan stigmagnast eins og venja er og ég veit ekki hvar hún á eftir að enda. Mér tókst svo í vikunni að týna lyklunum mínum. Þeir eru a.m.k 5kg og ég hef ekki hugmynd um hvernig mér tókst að týna þeim. Á kippunni voru bíllyklar, hjólalyklar, skólalyklar (sem kostar $60 að skipta um), húslyklar (sem kosta $150 að skipta um) o.fl. Eftir að hafa labbað í skólann í viku og skilið íbúðina eftir ólæsta (og treyst á skrifstofufélagana að opna fyrir mér þar) komu lyklarnir þó sem betur fer í leitirnar. Annars hefðu þetta verið frekar dýr mistök. Ég er að hugsa um að festa þá við mig með ól í framtíðinni:)
Kippan góða

Svo fann ég loksins gott jógúrt hérna. Það minnir á skyr (a.m.k þegar maður er hinum megin á hnettinum) en heitir organic, non fat, plain, European style yogurt. Mér finnst skyr þjálla:)

Annars voru Íslendingarnir hér auðvitað með kosninga"vöku". Alltaf gaman að hanga með Íslendingum og kosningarnar voru mjög spennandi. Mjög sátt við sumt ekki jafn sátt með annað en svona er lífið:) Við sendum póst á Þórhall og Elínu, tvisvar, og erum frekar ósátt með að hún hafi bara minnst á að fólk í Kaliforníu hafi verið að horfa (en ekki tilgreint að við værum í Santa Barbara). Mér finnst Santa Barbara a.m.k toppa Berlín en viðurkenni að Suðurskautslandið toppaði okkur;) híhí...

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hjúkk að lyklarnir fundust!!! var það sumsé búálfurinn sem faldi þá?

12:26 PM  
Blogger Ásdís said...

hehe mætti halda það:) held að lyklarnir hafi farið milli a.m.k. 10 manns áður en ég fann þá loksins.

3:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eftir að ég týndi lyklunum mínum síðast þá skipti ég kippunni minni upp í vinnu og heima lyklakippur - þá týnist alla vegana ekki allt ef ég týni annarri hvorri kippunni.

6:29 AM  
Blogger Ásdís said...

já ég ætti kannski að gera það, en þá þarf ég að hugsa um fleiri hluti:S

8:26 PM  

Post a Comment

<< Home