Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Wednesday, May 16, 2007

Occupation 101

Sá heimildarmyndina occupation 101 í gær. Mæli með að allir fari á hana þegar hún kemur til Íslands. Myndin fjallar um átökin milli Palestínu og Ísrael og er mjög átakanleg. Eins og flestir vita eru Bandaríkin miklir stuðningsmenn Ísraels svo allar fréttir hér eru litaðar af því. Þessi mynd er hins vegar alveg út frá Palestínu hliðinni (þótt talað sé við nokkra Ísraelsmenn sem eru á móti stefnu síns lands) og líklega e-ð sem bandaríkjamenn þurfa að sjá. Ég átti hins vegar erfitt með að skilja hvernig slík grimmd getur blossað upp án þess að vita neitt um hina hlið málsins. Myndin er líka örlítið mikið miðuð inn á bandaríkjamarkað (og það gildismat sem hér skiptir mestu máli) en slíkt má líta fram hjá. Að öðru leyti held ég að þetta sé mynd sem allir hefðu gott af að sjá!

Eftir myndina voru svo mjög heitar pallborðsumræður. Spurningarnar komu m.a. frá bandarískum gyðingum sem voru ekki á eitt sáttir, fyrrum ísrelskum hermanni á Gasaströndinni og aröbum frá löndum í kring. Sumar spurningarnar voru mjög málefnalegar en því miður fóru sumir bara út í skítkast og réttlætingar á borð við að þetta væri allt í lagi þar sem til væru aðrar þjóðir/aðstæður sem væru ekkert betri. Áhugavert kvöld engu að síður.

Á mánudaginn var svo afmælið hennar Morgane. Fórum út að borða í tilefni þess og maturinn var mjög góður. Veit nú ekki alveg hversu sátt ég var með músina undir borðinu okkar né viðbrögð eigandans þegar við bentum á hana. Honum virtist nokkuð sama (ekkert brugðið) og sagði BARA til að róa okkur að hann myndi hringja í meindýraeyði daginn eftir! Ætli mýs séu bara normið?

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

takk f ábendinguna tjékka á myndinni, sökkti mér einu sinni niður i þetta efni.
-Hafðu það gott
-komdu heim

kv.
Ösp

8:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvenaer kemurdu svo heim?

4:37 PM  
Blogger Ásdís said...

já ég held ég komi heim (mamma er búin að sannfæra mig um að það sé allt í lagi að eyða öllum þessum pening í það:)) en ég er ekki búin að kaupa miðann svo ég veit ekki alveg hvenær. Reyni a.m.k. að vera heima í lok júlí svo ég nái brúðkaupinu hjá Heiðdísi og Ella:)

7:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

heyrðu já og þá verður líka fimmtugs/sjötíu og fimm ára afmælið! gaman gaman hlakka til.
-Ösp

1:44 PM  

Post a Comment

<< Home