Phoenix....
... er eflaust ágætis staður en ég vildi samt frekar að ég væri í flugvél á leiðinni til Minneapolis. Já í þriðja sinn í röð! missti ég af tengiflugi vegna "veðurs" (það var ekki einu sinni þoka!). Ég lenti í Phoenix akkurat á sama tíma og ég átti að fara í loftið, svo ég hljóp u.þ.b. 2km að gate-inu og horfði á vélina bakka út úr stæðinu:( Pirrandi og ég kem því ekki heim fyrr en 9. júlí:S Ég er farin að þekkja þennan flugvöll eins og handarbakið á mér en þó ekki næstum því eins vel og Las Vegas flugvöll, gaman gaman eða ....
Annars hefur lítið gerst, nema 4. júlí var haldinn hátíðlegur hérna. Grill á ströndinni, flugeldar og smá seglskútuferð (vissi ekki að það væri svona gaman að sigla). Verð nú að segja að flugeldarnir voru ágætir þótt við getum náttúrulega kennt þeim helling á því sviði;)
Hlakka til að hitta ykkur öll!
2 Comments:
ertu ekki alltaf með sama númer? ef svo er ekki þá endilega vertu í bandi á þri þegar systir þín has left the country
-Ösp
Tengiflug eru yndisleg;)
-Brynja
Post a Comment
<< Home