Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Saturday, November 18, 2006

Hjólatúr um vínekrurnar og alvöru piparsveinn:) hehe

Í dag ákváðum við að hjóla um vínekrurnar. Sumir enduðu reyndar á að tjalda þar líka en ég ákvað að vera skynsöm og fara bara að hjóla. Magnaður dagur og ég læt nokkrar myndir fylgja.

Fékk far með Ali (eins og þið sjáið hafa bílar lengra líf hér en heima). Við tókum eina vitlausa beygju og það var ekki aftur snúið við urðum að fara upp á 4500 feta fjall áður en við gátum snúið við. Flott útsýni svo ég kvarta ekki, hver vill líka ekki fara í smá torfærur á svona klassa bíl;)


Ali og bíllinn góði.


Útsýnið á toppi fjallsins sem við fórum óvart upp á.


Ég með "fallega" hjálminn sem ég keypti, treysti einfaldlega ekki alveg bílstjórum eftir nokkar vínsmakkanir!


Hinir í hjólatúrnum, ég var sú eina sem neitaði að vera í gulum bol.

Eitt stóð nú líklega upp úr (eða það fannst Moiru a.m.k.) við hittum hinn eina sanna Bachelor Andrew Firestone. Hann "bjargaði" okkur frá litlu músinni sem vildi ólm vera með í vínsmökkuninni:) Læt mynd af goðin fylgja ef fólk er ekki að kveikja (það hljóta samt flestir að vita hver það er;)).

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

haha ji það er rosalegt að þú hafir hitt Andrew, ég fylgdist einmitt með þáttaröðinni sem hann var í, hahaha
-Ösp

p.s var að uppgötva að í nýju íbúðinni er nóg pláss fyrir frank! ;)

9:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

arg sá e-mailið núna, kíktu á meilið þitt ég er svo forvitin og bíð spennt eftir frekari upplýsingum.

kv.
Ösp

5:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Andrew er a lausu Asdis min. Eg vona ad thu hafir ekki klikkad a ad gefa honum numerid thitt...! Og hann ther ros a moti ;)

Thora

3:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehe, gastu ekki náð mynd af þér með Andrew :þ

6:14 AM  
Blogger Ásdís said...

hehe Moira lét taka mynd af sér með honum (náði m.a.s. að koma því þannig við að það var hann sem kom fyrst með þá hugmynd að taka mynd) en mér fannst það bara of hallærislegt auk þess sem hann er nú ekki beint mín týpa;)

1:26 PM  

Post a Comment

<< Home