Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Saturday, November 11, 2006

Magic Mountains

Í dag er Veterans Day svo það var frí í skólanum í gær. Ég er reyndar alltaf í frí á föstudögum svo það skipti ekki miklu máli fyrir mig. Í tilefni þess ákváðum við þó að kíkja í rússibanagarðinn Magic Mountains, Six Flags. Það var meira en lítið gaman. Ég hef aldrei farið í rússíbana sem fer á hvolf (verið hálfgert mottó hjá mér að sneiða hjá þeim) en eftir gærdaginn hef ég komist að því að fara á hvolf er ekki mest scary. Vegna langra raða vorum við langt frá því að ná að þræða alla rússíbanana (sem þýðir að ég verð að fara aftur;)). Tveir af þeim rússíbönum sem við fórum í standa upp úr. Einn sem fór á 140km/klst og svo annar þar sem maður lá á maganum og horfði beint niður á jörðina (þ.e. maður hékk eiginlega undir rússíbananum sjálfum) og þeyttist í ótal hringi upp og niður:) Mæli með þessum garði:)

Hópurinn sem ég fór með var frekar fyndinn, samansafn af fólki sem þekktist ekkert alltof vel. Það var hins vegar bara skemmtilegt, frekar fyndið á köflum. Ein stelpan virtist t.d. vera með það eina takmark í lífinu að finna sér strák til að giftast svo hún gæti átt hús, mann, börn og hund (ofur amerískt). Á e-rn óskiljanlegan hátt tókst henni svo alltaf að snúa umræðunni (alveg saman hvað umræðan byrjaði langt frá þeirri umræðu) í það að hún væri á lausu og þyrfti að finna sér sem allra allra fyrst gaur til að giftast svo hinir einstöku mömmuhæfileikar hennar færu ekki til spillis. Strákurinn sem keyrði þurfti að láta skíðabindingar á skíðin sín (og e-rra hluta vegna varð hann að fara alla leið til LA til að gera það) svo ferðin endaði með því að fórum út að borða á 3. stæti í Santa Monica. Ég verð endilega að vera duglegri að gera e-ð svona:)

Þórhallur litli bróðir á svo afmæli í dag, sextán ára vóhó! Ég hringdi í hann í tilefni þess, það var mjög gaman að tala við hann:)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ómæómæ Ég fæ kítl í magann þegar þú segir frá Magic Mountains - ótrúlega skemmtilegur rússíbanagarður :) Þetta hafa verið áhugaverðir ferðafélagar hehe

5:25 AM  
Blogger Hjördís said...

ooooooh mig langar í rússíbanagarð :)

7:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Thessi stelpa er semsagt i skolanum til ad fa Mrs. gradu.

Mr. Addi Hjartar

5:54 PM  

Post a Comment

<< Home