Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, April 16, 2007

Viðburðarrík helgi

Jæja nú er enn ein helgin að baki. Á föstudaginn leit út fyrir að helgin yrði róleg, ekkert planað, en svo varð ekki raunin.

Á laugardaginn átti einn af bestu vinum mínum hérna afmæli og af því tilefni fórum við að surfa:D Allt of langt síðan ég hef farið! Nú það var ekki nóg, svo við fórum líka út að borða. Daginn eftir reyndum við svo að fara að sigla og aftur út að borða. Veit nú ekki hvort þetta var allt til að halda upp á afmælið en ... gaman samt:)

Siglingaferðin var fyndin. Það var nefnilega mjög mikið rok, jafnvel á íslenskan mælikvarða og stákarnir eru ekkert alltof sjóaði í siglinum. Einn gaurinn fór út á bátnum sínum, hvolfdi honum þrisvar og endaði á að stranda honum svo! Við hjálpuðum svo afmælisbarninu að gera hinn bátinn kláran. Sem betur fór fundum við aldrei alveg út hvernig seglin áttu að vera því annars væri ég örugglega e-rns staðar úti á hafsjó núna. Við skemmtum okkur hins vegar konunglega að berjast við seglin, hlaupa á eftir fjúkandi björgunarvestum og blindast af öllu sandfokinu (var mjög sátt við linsurnar þá, eða þannig). Þegar ég kom heim var sandur ALLS staðar (eyru, nef, augu...), sólarvörnig sá til þess að hann festist vel og vandlega!

Vinir mínir hérna plötuðu mig til að skrá mig í fótbolta liðið þeirra (ég veit, ég kann ekki rassgat) og hefur því síðast vika einkennst af ströngum æfingum. Á fyrstu æfingunni, í fyrsta sparki tókst mér að rústa á mér löppinni (ekki spyrja mig hvernig, ég er greinilega orðin of gömul fyrir þetta). Fyrsta keppnin er í kvöld, það verður skrautlegt;)

Nokkrir Alþingismenn eru að koma í heimsókn til Santa Barbara (sjá http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1265029). Að því tilefni býður skólinn okkur í morgunmat með þeim. Það verður örugglega gaman, svolítið fyndið að vera samt frá Íslandi. Er nokkuð viss um að ef ítalskir þingmenn koma hingað, verður ekki öllum ítölskum nemendum boðið í morgunmat. Gaman þegar maður fær svona sérmeðferð bara af því að maður er íslenskur;)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Greinilega algjör snilldarhelgi! Ég þarf líka að fara að draga fram sólvörnina því hér er eins og íslenskt hásumar... vantar bara ströndina :P

2:38 AM  

Post a Comment

<< Home