Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, April 22, 2007

Skemmtileg helgi

Eða a.m.k. þá var hún fáránlega fljót að líða:S

Gerði nú s.s. ekki mikið nema í gær fór ég í útilegu. Þar sem það var spáð rigningu og þegar það rignir hér, rignir eins og helt sé úr fötu (og ég vildi helst ekki enda líf mitt með því að drukkna í tjaldi) ákvað ég að keyra til baka í gær. Útilegan var til heiðurs afmælis eins þýsks stráks hérna og var teknó rave efst á óskalistanum. Núna er ég er því algjörlega heilaþvegin af teknó:S

"Útilegan" var þó nokkuð skemmtilegt, sérstaklega eftir að við fundum vatnsbyssurnar og stíðið byrjaði. Því miður endaði það þó á því að allir voru á móti mér!:S Ég tek því hins vegar sem ég hafi verið svona rosalega góð að þeir réðu bara ekki við mig:D Það er kannski þess vegna sem einn fór að veifa kaktus í kringum sig og því miður hitti hann mig á frekar slæmum stað. Dagurinn hefur því einkennst af sársauka og kaktusnálaleit:S Meira seinna:)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hljómar eins og stuð útilega:)Vona að þú hafir fundið allar kaktusnálarnar by now! Takk fyrir póstkortið frá Seattle, alltaf gaman að fá póstkort frá útlöndum!

12:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Will you please write some more?
My best regards
Ösp

8:08 AM  

Post a Comment

<< Home