Brjálæði! en gott að vera komin heim:D
Já ég held að ekkert annað orð eigi betur við síðustu 4 daga en brjálæði!
Ég vaknaði 7 á sunnudagsmorguninn ofurstressuð að klára verkefnið. Það tókst nú ekki alveg en því var skilað klukkan 4:45 um nótt, frekar illa gert (eina einkunnin sem ég á eftir að fá og hjálp veit ekki hvort ég vil kíkja:S). Á hálftíma varð ég að pakka, ganga frá húsinu og fara í sturtu. Ofan í töskuna fór aðallega óhreinn þvottur (ráð mömmu til að spara tíma;) því ekki náði ég að gera neitt svoleiðis fyrir brottför) og e-ar jólagjafir, allt í hrúgu. Ef ég verð í halló fötum um jólin er það af því að ég gleymdi öllum fötunum mínum!
Þá var haldið út á Santa Barbara flugvöll, afskaplega hress. Ekki vildi þó betur til en það var ísing á vélinni (trúiði mér núna að það er kalt á næturna í Santa Barbara?) og flugvélagið mitt átti ekki afhrýmingartæki svo það þurfti að bíða eftir að sólin kæmi upp og bræddi ísinn! Þetta varð til þess að ég næstum missti af vélinni í Pheonix. Þegar ég kom til Boston var ég hins vega orðin nokkuð viss um að þetta ætlaði að allt að hafast þrátt fyrir slæma byrjun. En nei, ég hitti Óttar og Þórólf sem sögðust hafa átt að fara daginn áður en vélarbilun varð til þess að þeir þurftu að vera einum degi lengur í Boston. Og viti menn, eftir að hafa beðið á flugvellinum í 8 klst. tókst þeim loksins að komast að því að flugvélin væri enn biluð og þeir sem höfðu beðið í einn dag fengju okkar flugvél. Svo við vorum send upp á hótel. Þetta var nú ekki alslæmt, rosa flott hótel, frír matur og ég náði að kaupa allar jólagjafirnar:) Fyrst ég náði líka að hitta Freyju á flugvellinum og láta hana fá jólagjöfina hans Henriks þá varð nú ekki mikill skaði að (nema ég missti náttúrulega af partyinu hennar Freyju).
Ég á hins vegar örugglega eftir að vera MJÖG þreytt næstu daga. Fyrst var ég vakandi í 36 tíma, svaf 6 klst. vakti í 32 tíma, svaf í einn vakti í 3 og svaf svo í 4. Er núna eiturhress en það verður örugglega ekki lengi. Ég þarf svo að halda fyrirlegstur í vinnunni á morgun sem ég hef ekki haft tíma til að undirbúa mig undir, og bíllinn minn er bilaður:S Yess stætó rúlar, hehehe;)
Verð samt að játa að ferðasagan mín nær aldrei að verða jafn spennandi að ferðasagan hennar Rástu!
1 Comments:
Jidúdda innilega velkomin heim! :)
Verð að fara að sjá þig, stefnum á Þorláksmessuna =)
Knús
Helga
Post a Comment
<< Home