Fótbolti, jólagjafir og brjálað að gera
Jæja University of California, Santa Barbara urðu um daginn Bandaríkjameistarar í fótbolta. Já alvöru fótbolta, ekkert ruðningsrugl:) Veit hins vegar ekki hvað það segir mikið um getu þeirra. Þeir eru a.m.k. bestir af ... já kannski ekki alveg þeim allra bestu en...:)
Ég veit ekki hvernig ég á að klára allt sem ég að eftir að gera! Ég þarf að gera ansi erfitt lokaverkefni, heimapróf (sem reyndist vera 8 dæmi en ekki 2 eins og ég vonaði), fara yfir 10 dæma heimadæmi frá 120 nemendum, sitja yfir lokaprófi og fara yfir það. Allt á einni viku! Yess. Nú svo þarf ég kannski að kaupa e-ar jólagjafir til að eyða ekki fimmfalt meiri pening í það en nauðsynlegt er.
Nú til að bæta gráu ofan á svart varð ég svo veik. Veikindin sönnuðu að líðanaminni mitt er á við gullfiskaminni. Hverjum sem var óglatt fyrir 5 mín dettur í hug að fá sér myntur? Og já hverjum (hvort sem hann er veikur eða ekki) dettur í hug að fá sér 100 myntur!? Mæli ekki með því!
Nú til að klára jólagjafapakkann ætti ég kannski að leita á heimasíðu ABC (eins og þeir bentu mér góðlátlega á í tölvupósti rétt áðan). Þar er hægt að fá marga góða hluti: Dancing with the stars DVD (serian er mjög spennandi þegar maður veit hver vinnur, fullt af "mjög" frægum stjörnum sem ég hef barasta aldrei séð áður (Jerry Springer var sá eini sem ég þekkti og eini sem kunni ekki að dansa)), gervitrúlofunarhring sem ein sögupersónan í einni framhaldsþáttaröðinni fékk (aldrei heyrt um þennan þátt samt), fötin sem smekklausa Ugly Betty klæðist og síðast en ekki síst skurðlæknabúninginn úr Grey´s Anatomy sem passar báðum kynjum. Er þetta ekki efst á óskalistanum ykkar? Nú fyrir áhugasama er heimasíðan http://abctvstore.seenon.com/index.php?v=abchol&pa=holidayemail_DH. Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara, ókeypis heimsending.
Ok ég held að það sé komið nóg af þessu steikta bloggi;) Aldrei blogga aftur veik og yfir mig stressuð.
10 Comments:
voru þetta myglaðar malasíumyntur? :) Þú kemst í gegnum þetta og láttu þér batna.
hehe, þá væri ég örugglega á spítala núna;) good old times, fyrir mig a.m.k. ekki kannski alveg jafn viss um að fórnarlömb malasímyntnanna séu sammála;)Takk fyrir það!
sammála völlu: byrja... og þú klárar þetta pottþétt :)
Gangi þér rosavel að massa þetta allt saman! Svo færðu gott og verðskuldað jólafrí =)
Straumar frá Klakanum,
Helga
Gangi þér rosa vel með alla þessa vinnu - áfram Ásdís!
Hæ skvís! Leiðinlegt að heyra að þú sért lasin. Vonandi ertu orðin hressari núna. Ég sendi þér amk góða strauma frá austurströndinni! Ég er viss um að þú strendur þig vel í prófunum. Ég hef trú á þér :)
þú massar þetta, ég er búin að vera með magapest og er stöðugt óglatt, það er þó ekki að stoppa mig í konfektinu
kv.
Ösp
ég er alveg rosalega forvitin hvernig þetta gekk allt saman og hvort þú ert frísk... þarf ekkert langt blogg, bara svona lítið jibbí-þetta-er-búið-og-ég-er-á-lífi :)
ég er orðin frísk:) og var að klára! en ég á einmitt eftir að pakka og verð pikkuð upp efir minna en 30 mín! svaf líka ekkert í nótt
vótsj! :D frábært!!! til hamingju og góða ferð!
Post a Comment
<< Home