Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, January 23, 2007

Guðdómleg flatbaka, eða hvað!?

Hér er mest lítið að frétta. Önnur hálfklikkaða helgin liðin en núna var ekkert planað fyrirfram, gerðist allt bara óvart. Við TA-arnir (aðstoðarkennararnir) tróðum okkur í afmælisparty nokkra nemenda og var nánast hent út þar sem strákarnir voru að henda boltum í allt og alla. Maður hefði nú haldið að við ættum að vera þessi sem kynnum a.m.k. aðeins að hegða okkur, en nei við vorum þau einu sem urðum til vandræða í afmælinu.

Þá var ákveðið að fara heim til okkar Morgane og endaði það með að einn heimtaði að fá að baka pizzu. Þá fyrst byrjuðu herlegheitin. E-u var sullað í skál og átti að heita brauð. Næst var sósunni dreift út með skítugum puttunum auk þess sem einn gaurinn sem hafði verið að laga bílinn sinn fyrr um daginn (með tilheyrandi tjöruskít) stakk puttanum í deigið. Grænmetið var svo skorið á mjög svo skrautlegan hátt (á tættar leifar eftir inni í ísskáp). Ég ákvað þó að láta mig hafa það og prófa pizzuna. Þegar minnstu munaði að ég borðaði límmiða sem gleymdist að taka af papríkunni gafst ég þó upp! Eftirköstin voru Morgane og ég, með æluna uppi í koki.

Miðað við upplýsingar á bjork.com verður hún að spila í CA á tónlistarhátíðinni Coachella 27. - 29. apríl. Þar sem Brynja verður að spila með henni verður maður nú að drífa sig!:) Hefur e-r annar áhuga? Kíkið endilega á http://www.coachella.com/.

2 Comments:

Blogger Valla said...

Vá þetta verður örugglega klikkað gaman, fullt af góðum hljómsveitum á þessari hátíð. Bið að heilsa Brynju, ég ætla að fara sjá þær í NY þegar þær koma þangað :)

6:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þokkalega verðið þið að koma á tónleikana. Ásdís góð að fylgjast með;)
Við spilum síðan að sjálfsögðu í NY Valla mín, tvisvar ef ég man rétt:)
Kv.Brynja

7:07 AM  

Post a Comment

<< Home