Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, January 16, 2007

Mögnuð helgi!

Já þetta hefur verið mjög skemmtileg og fullbókuð helgi.

Á laugardaginn hélt ég upp á afmælið mitt í annað sinn, hehe. Þegar maður verður 25 ára þarf maður nefnilega að halda almennilegt party fyrir alla vini. Minnir óneitanlega á þegar maður var yngri og hélt eitt fyrir bekkinn, annað fyrir fjölskylduna og stundum enn annað fyrir aðra vini;) Kannski er ég gengin í barndóm á ný;)

Íbúðin okkar Morgane var alveg full, og ilmaði af hákarl. Púkinn í mér kom vel í ljós þegar ég hló af öllum sem kúguðust yfir hákarlinum (sérstaklega þegar ég játaði svo að ég hef aldrei smakkað hann sjálf). Mér til mikillar undrunar kláraðist hákarlinn samt og sumum fannst hann m.a.s. góður!

Partyið var að mínu mati þrælskemmtilegt, ýmislegt sem gerðist þar er samt svolítið "had to be there" fílingur svo ég ætla ekkert að rekja smáatriðin:)

Þar sem allir hér eru svo ofurkurteisir að ef manni dettur í hug að segja að boð sé til 2 fara allir ekki seinna en eina mínútu í 2 ákvað ég að segja að partyið væri til 7 um morguninn. Keppnisskapið í nokkrum efldist við þessa yfirlýsingu. Baráttan var erfið en nokkrir stóðust hana samt og voru ofurstoltir af afrekinu! Ég held ég verði að draga þetta fólk á djammið heima!

Á sunnudaginn (eftir maraþon þrif) fórum við svo í náttúrulega heita lind sem er hérna uppi í fjöllunum. Vegurinn þangað var hræðilegur, 1,5 klst af 180°beygjum á hálfrar mínútu millibili, og til að bæta gráu ofan á svart breyttist vegurinn allt í einu í þvottabrettismalarveg með vaði. Á leiðinni þangað var ég búin að lofa sjálfri mér að fara aldrei þangað aftur. Loforðið gleymdist þó fljótt þegar ofan í var komið, og ótrúlega flottur stjörnubjartur himininn blasti við.

Í gær var svo frídagur, þökk sé Martin Luther King. Björn Birnir tók mig með sér að surfa og það var ekkert smá gaman. Gott að hafa e-rn svona til að drífa sig af stað því ég var svo þreytt í gær að ég hefði örugglega legið uppi í rúmi allan daginn ef þetta hefði ekki verið fyrir fram planað.

S.s. ofurskemmtileg helgi, endurnærð andlega en vá hvað ég væri alveg til í að bæta einum enn auka degi við bara til að sofa!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

haha fyndið að segja að partýið sé til sjö

kv.
Ösp

8:28 AM  

Post a Comment

<< Home