Og aftur föst!
Hér kemur önnur hrakfallaferðasagan!
Flugið til NY var örlítið seint en ég náði nú samt í næsta flug í tæka tíð. Frekar fyndið samt að ég hljóp þarna fram og til baka á vellinum og endaði svo í "geiti" sem var við hliðina á íslensku vélinni sem ég var að koma úr. Hefði nú alveg viljað "ruglast" á vélum þar sem mér fannst fríið á Íslandi helst til stutt.
Mér finnst samt mennirnir í innflytjendadæminu alltaf svo fyndnir. Maður býst alltaf við e-um stífum týpum sem myndu senda mann beinustu leið í fangelsi ef maður reyndi að vera "fyndinn" eða e-ð, en þeir reynast yfirleitt vera akkurat andstaða þess. Einu sinn lofaði einn að koma í heimsókn til mín fljótlega en þessi núna var öllu meira umhugað hvort það væru virkilega ekki neinir "brothers" á Íslandi. Það hlyti bara að vera e-ð "súkkulaði" að finna þar. Ef gaurinn hefði ekki sjálfur verið svartur hefðu flestir tekið þessu sem argasta kynþáttahatri.
En nú var náttúrlega snjóstormur í Colorado sem varð til þess að flugið mitt frá NY til Vegas seinkaði og ég missti af vélinni til Santa Barbara. Dvölin í Vegas hefði nú kannski verið í lagi ef ég hefði ekki átt að mæta í skólann daginn eftir (og mæta á mikilvægan fund) auk þess sem ég var með mikið af mat í töskunni. Já ég var með frosið lambalæri, frosna ýsu, skyr og ab - ost og það var náttúrulega hvorki frystir né ísskápur á hotelinu:S Þar sem þetta var Vegas var samt alveg nóg af klakavélum og ég fyllti baðkarið af klökum til að reyna að bjarga matnum. Fiskurinn hélst nú samt ekki frosinn svo ég er með ýsu í ÖLL mál þessa vikuna. Mér sem finnst ekki einu sinni fiskur góður. Þetta er kannski góð afeitrun frá jólunum:)
Annars ætla ég að halda upp á afmælið mitt hérna úti um helgina, löng helgi svo það ætti að vera gaman:) Vonandi að ég nái þessari flugferðaþreytu úr mér, ég er greinilega orðin gömul;)
1 Comments:
snillingur, er enn að hlæja að þessu með súkkulaðið, sé fyrir mér ótrúlega smúð gæja að flörta við þig;) p.s geturðu sent mér eitthvað af myndunum sem þú tókst á sing star kvöldinu ógurlega..
b.kv
Ösp
Post a Comment
<< Home