Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Saturday, February 03, 2007

Klettaklifur!

Vá ég er alveg búin á því! Í dag var ég fór ég nefnilega á klettaklifursnámskeið:) Nú veit ég loksins hvernig binda á áttuhnút (eða ein Achtknoten (er sko ekki viss hvað hann heitir í íslensku en alveg 100% með þýskuna, þeir sem tóku þýsku í 10.bekk skilja mig vonandi:))). Ég mæli alveg hiklaust með þessu og er jafnvel að velta því fyrir mér hvort ég á að taka framhaldsnámskeiðið.


Afskaplega fagmannleg, híhí.

Dagurinn byrjaði heldur snemma (6:30) og þegar við komum að klettinum, ætlaði ég að snúa við. Svo ætlaði ég bara að fara hálfa leið upp. Ég endaði nú svo á að fara þrisvar alla leið upp á topp og jafnvel í eitt af þessum skiptum hala mig alveg sjálf niður (það er frekar skerí að vita að ef ég sleppti myndi ég bara falla alla leið niður (og þegar klettaveggurinn varð ójafn fór maður að sveiflast til vildi helst nota báðar hendur til að stýra sér, en já ég komst heil á höldnu niður)). Læt bara fullt af myndum fylgja:)


Sönnun fyrir því að ég komst upp á topp:)


Þetta voru ekki nema 90 fet, eða 27,5m.


Hópurinnn eftir velheppnaðan klifurdag!

PS. Þessi "klettaklifursbelti" (e. harness) eru alveg hræðilega óaðlagandi!

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

húllara! lítur vel út :) hér er klettaklifur ein aðal háskólaíþróttin og byrjendanámskeiðin svo vinsæl að það liggur við að fólk sofi í mensunni til að fá pláss (!) en ég kemst nú vonandi einhvern tímann að... :P

11:40 PM  
Blogger Unknown said...

Já þú ert bara nokkuð fagmannleg :) Dáist af þér að drífa í þessu!

kv. Sif

11:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

haha! Ég er í klettraklifri í skólanum, og í fyrsta tímanum mínum komst ég hálfa leiðina upp vegg sem er 7 m ;) Þá þorði ég ekki lengra og heimtaði að fara niður. Ég hefði aaaaaaaaaldrei farið upp þennan vegg í fyrsta tímanum ;)

11:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

...og það var ég sem skrifaði síðasta komment :) - Freyja

11:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

glæsilegt! ánægð með þig, auðvitað fórstu þrisvar þú værir ekki Ásdís ef þú hefðir bara farið hálfa leið ;) :) annars er ég nú bara að bíða eftir meili og er MJÖG FORVITIN.

kv.
Ösp

2:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá þetta hefur verið geggjað!!!!!!!!

8:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Klettaklifur er snilld - hef alltaf sagt það;) Tekur þig vel út Ásdís! Svo verðum við að fara að klifra saman!
-Brynja

6:49 AM  
Blogger Þórhildur said...

Vó dugnaður í minni eins og venjulega auðvitað...
Kær kveðja

7:42 AM  

Post a Comment

<< Home