Mest lítið
Jæja, hér hefur lítið gerst nema þetta venjulega. Læra og reyndar eitt kokteil partý um helgina þar sem allir áttu að vera í sínu fínast pússi:) Ágætistilbreyting frá casual stuffinu hérna.
Við Morgane í partyinu
UCSB setti á fót heilsu átak fyrir starfsmenn þess og fengum við TA-arnir að vera með. Við eigum s.s að labba um með skrefamæli alla daga (og fáum e-r bjánaverðlaun ef við stöndum okkur vel). Eftir að hafa haft mælinn á í 3 daga hef ég komist að því að ég er kyrrsetumanneskja með meiru! Helst eiga skrefin að vera 10000 á dag til að viðhalda heilbrigði en fari þau undir 5000 telst maður kyrrsetumanneskja með tilheyrandi sjúkdómahættu. Í gær klukkan 4 var ég komin með 600 skref! Ákvað því að fara úti í 3klst göngutúr (ok ég stoppaði í búðinni líka) og rétt marði þá 11000 skref! Ég er reyndar ekki alveg viss hvers vegna ég stend mig svona illa í þessu: hvort það er af því að mælirinn er ekki rétt upp settur (og ég get líka ekki haft hann með mér í sund), öfgunum í Bandaríkjamönnum (s.s mörkin eru langt frá því að vera marktæk) eða einfaldlega leti;) Hvað haldið þið?
Ég lent í einu tryllt fyndnu áðan. Ok ég var pínu kvikindi;) Einn skrifstofufélagi minn er þýskur og annar talar þýsku. Áðan datt þeim í hug að fara að tala um ástarmál þess þýska sem er á leið heim. Til að enginn skyldi þá fór samtalið auðvitað fram á þýsku og ég sat og hlustaði á öll herlegheitin (djúsi stöff hehe) þar til hann mundi allt í einu eftir að ég kann smá þýsku:) hehe hann hefur verið mjög vandræðalegur það sem eftir er dagsins en ég meina ekki bað ég þá um að ræða þetta beint fyrir framan mig:)
7 Comments:
Hahaha... þú ert bara vond! :-) En gott á þá líka...
Hvenær á að koma heim næst?
veit ekki vonandi í sumar og vonandi í júlí af því það er allt að gerast þá heima:) Er stefnan ekki að næsti erfingi komi í heiminn 07.07.07.? Cool dagur;)
snilld! :D uss mér finnst þú ekkert vond - hef lent í svipuðum aðstæðum og þá hreinlega fattaði ég ekki að ég gæti sagt að ég skildi hvað fólkið var að segja! kennir manni bara að passa sig með djúsísögur á almannafæri úti í heimi, líka þótt maður tali íslensku! ;)
Ásdís þú tekur stiga í strað rúllustiga allsstaðar og ert aldrei kyrr, þessi mælir hlýtur að vera rangt stilltur
-Ösp
Sammála Ösp með skrefamælinn og mér finnst þú ekkert vond að hafa hlustað á djúsí samtalið. Mér hefði frekar þótt óeðlilegt ef þú hefðir ekki fylgst vel með - þetta eru nú tvær flugur í einu höggi - æfing í þýsku og ástarsaga :)
Ég man nú úr útskriftarferðinni í fyrra þegar þú vildir ekki kaupa kort í lestarkerfið á meðan allir aðrir gerðu það og þú labbaðir flest allt, þannig að þú telst varla kyrrsetu manneskja.
Óttar
Það er 9.7.7 samkvæmt sónar :-)
Post a Comment
<< Home