Verður maður ekki að láta vita af sér;) híhí
Enn ein helgin liðin. Mér finnst dagarnir fljúga núna.
Alla helgina var ég á framhaldsklettaklifursnámskeiði. Það var mjög gaman, get reyndar ekki sagt að ég hafi neitt sérstaklega fílað "bouldering" sem er klettaklifur án allra öryggisráðstafana. Hélt mig mjög nærri jörðu þegar við fórum í þann part. Nú þarf ég bara að vera duglega að æfa mig í veggnum og eignast fullt af vinum sem fara út í náttúruna að klifra (og eiga allan búnað, hehe). Eða bara halda mig við vegginn;)
Annars er mest lítið að frétta. Þóra frænka ætlar koma í heimsókn þegar hún er í spring breaki, hlakka mikið til. Svo ætlum við Valla að heimsækja Tuma í Seattle þegar við förum í spring break, hlakka líka mikið til þess.
En nú þarf ég að fara að læra:)
PS. Heiðdís, hvaða karfa er það og hvernig endaði hún í skottinu þínu? virkar mjög spes;) híhí
2 Comments:
ættir að kíkja til Ventura eh tímann klikkað indoor climbing gym hérna sem heitir vertical heaven :)
matti
já ég verð að skoða það e-rn tíman:)
Post a Comment
<< Home