Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, February 19, 2007

Viðburðarrík helgi:)

Jæja nú er helgin búin:S Frí í dag samt, þökk sé forsetanum (veit reyndar ekki hverjum og hver sagan er að baki). Helgin var nokkuð viðburðarrík og hitabylgjan vel þegin:). Á föstudaginn kveiktum við eld á stöndinni og "elduðum" fondú, og á laugardaginn "hjóluðum" við uppi í fjöllunum (sökum lausamalar og vaða, breyttist hjólaferðin fljótt í fjallgöngu með hjól í eftirdragi!)
Eins og sést var hjólið bara fyrir

Þegar ég kom hingað eftir jólafrí tók ég með mér frosið lambalæri. Í gær ákvað ég því að hafa matarboð. Ég kann ekkert að elda svo ég var með mömmu á línunnu nánast stanslaust síðustu 3 daga. Eldamennskan gekk hins vegar vonum framar: lambið, graflaxinn, súkkulaðimúsin og marenstertan og jafnvel sósan gerðu lukku:)
Lærið góða:)
Graflaxinn, það voru nú ekki allir til í að borða hráan fisk en nokkrir létu sig hafa það:)
Eftirrétturinn, ok ég veit þetta er ekki í fókus:)

Vinur Morgane kom í gær og síðan hann kom hef ég bara eldað og þrifið. Hann hefur því mjög brenglaða mynd af því hver ég er, enda bað hann mín þrisvar í gær. Þegar fór að líða á daginn komst hann samt að því að konur sem BARA elda og þrífa eru ekkert voða skemmtilegar svo ég held ég hafi misst sénsinn, æ æ híhí.

Vinir mínir sem ég gat leigt með í haust ákváðu að prenta út plaggöt með fyndnum myndum af vinum sínum og núna er plaggat (stærra en ég sjálf) af mér í eldhúsinu þeirra. Frekar krípí, sérstaklega þar sem ég er með hatt og af svipnum að dæma gæti ég verið 3. flokks klámmyndastjarna (þessi mynd slær samt sem betur fer ekki út fáránleikamyndirnar). Ég læt sem mér er alveg sama, held það sé besta trixið til að fá þá til að taka það niður sem fyrst!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Plaggat með þér, stærra en þú í annars manns húsi er frekar krípí já.....;)
-Brynja

1:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú bara verður að pósta þessari mynd, maður verður að fá að sjá þetta!

8:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

hljómar eins og skemmtilegt frí:) kv.Ösp

12:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ofboðslega hljómar þetta vel hjá þér úti - ég fæ bara fiðring í magann :)

Nú var að byrja nýr sænskur strákur á sviðinu og sá var skiptinemi í eitt ár í UCSB - skemmtilegar þessar tilviljanir.

4:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

He he já þetta með plaggatið er dálítið vafasamt :) En þetta eru ekkert smá girnilegar kræsingar sem þú hefur framreitt :) Já og talandi um það, ég keyri um allt með strákörfu í skottinu sem þú átt, eða pabbi þinn!

7:30 AM  

Post a Comment

<< Home