Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, March 22, 2007

Þóra frænka í heimsókn

Jæja nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast, enda mikið að gera.

Þóra frænka var í heimsókn í síðustu viku og að því tilefni reyndum við að gera e-ð skemmtilegt þótt við værum báðar alveg á haus í verkefnum og prófum. Við fórum t.d. í vínsmökkun, til L.A. að skoða hús fræga fólksins, Rodeo drive, Hollywood, Santa Monica, Venice Beach, H & M (þar sem ég missti mig pínu), strandblak og oft oft út að borða;). Ótrúlega skrýtið þegar hún fór, var greinilega orðin of góðu vön, orðin háð því að geta alltaf talað við e-rn og það á íslensku:D Hún ætlaði nú samt aldrei að komast á leiðarenda vegna flugrugls (átti að fara á sunnudaginn og þeir sögðust bara geta tryggt henni far á fimmtudaginn og ekki borga hótel allan þennan tíma!) en það fór þó aðeins betur en á horfðist í fyrstu.

Þóra í Hollywood
Við frænkurnar á Cheesecake Factory

Var bara að klára síðasta verkefnið mitt og flýg eftir 2,5klst til Seattle. Við Valla erum alveg að fara yfir um í skipulagningu eða þannig. Erum jafnvel meira á síðasta snúningi en við Ösp vorum þegar við fórum til Berlínar;) Við erum ekki búnar að plana NEITT og varla búnar að tala við Tuma! En ég efast ekki um að við finnum samt helling skemmtilegt að gera:) Blogga um það seinna!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir mig! Þetta var rosa fín ferð :) Þú gleymdir samt að minnast á ferðina í "mall"-ið og alla hamborgarana á In&Out! hehe.

Ég lofa að koma aftur í heimsókn ef ég get. Þú ert svo alltaf velkomin til NY/NJ. Alveg nóg af H&M búðum hér sko....

10:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha vá! er það hægt? (að vera meira á síðasta snúning en við)

kv.
Ösp

3:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

uss þetta verður pottþétt svakagaman og ekki síður vegna þess hve skipulagið er lítið! :D

6:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

bloggaðu beibí
-Ösp

3:36 PM  

Post a Comment

<< Home